Bæjarráð
652. fundur
2. mars 2020
kl.
08:30
-
11:10
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
varamaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Farið yfir stöðu framkvæmda og viðhaldsáætlunar Fjarðabyggðar og stofnana vegna ársins 2020.
2.
Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Framlagt erindi frá félagsmálaráðuneytinu og UNICEF á Íslandi með tilboði um þátttöku í verkefninu "barnvæn sveitarfélög". Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi og vísar því til umsagnar fræðslunefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, félagsmálanefndar og ungmennaráðs.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi og vísar því til umsagnar fræðslunefndar, íþrótta- og tómstundanefndar, félagsmálanefndar og ungmennaráðs.
3.
Egilsbúð - félagsheimili (Hús frístunda)
Framlagt minnisblað bæjarstjóra vegna framkvæmda við Egilsbúð - félagsheimili á árinu 2020. Kostnaði vegna framkvæmda er mætt með sölu eigna.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og vísar erindi til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Jafnramt vísað til fjármálastjóra til gerðar viðauka.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og vísar erindi til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Jafnramt vísað til fjármálastjóra til gerðar viðauka.
4.
750 Stekkholt 11 - umsókn um lóð
Vísað frá eigna-, skipulags-, og umhverfisnefnd til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn, dagsett 17. febrúar 2020, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 11 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
5.
Leigusamningur - Hafnargata 2
Framlögð drög að leigusamningi um leigu á Hafnargötu 2 á Reyðarfirði fyrir skrifstofu Fjarðabyggðar ásamt minnisblaði bæjarstjóra um framhald uppbyggingu bæjarskrifstofu.
Bæjarráð samþykkir leigusamninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Samningi er vísað til fjármálastjóra til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela fjármálastjóra, bæjarritara, mannauðsstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna þarfagreiningu, kostnaðarmat og tillögur um hönnun á Búðareyri 2 sem lagðar yrðu fyrir bæjarráð 6. apríl nk.
Bæjarráð samþykkir leigusamninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. Samningi er vísað til fjármálastjóra til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela fjármálastjóra, bæjarritara, mannauðsstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna þarfagreiningu, kostnaðarmat og tillögur um hönnun á Búðareyri 2 sem lagðar yrðu fyrir bæjarráð 6. apríl nk.
6.
Verkfallsboðun 2020
Framlagðar tilkynningar um niðurstöðu atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Starfsmannafélags Fjarðabyggðar annars vegar og Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi hins vegar um verkföll. Verkfallsaðgerðir munu hefjast á miðnætti þann 9. mars nk. með tímabundnum vinnustöðvunum.
Bæjarráð felur mannauðsstjóra að fara yfir með stjórnendum stofnana viðbrögð og ráðstafanir vegna verkfallsaðgerða.
Bæjarráð felur mannauðsstjóra að fara yfir með stjórnendum stofnana viðbrögð og ráðstafanir vegna verkfallsaðgerða.
7.
Starfshópur um sumaropnun leikskólanna
Lögð fram drög erindisbréfs starfshóps um sumaropnun leikskólanna í Fjarðabyggð til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir erindisbréfið og felur formanni hópsins að boða hann til fundar.
Bæjarráð staðfestir erindisbréfið og felur formanni hópsins að boða hann til fundar.
8.
Eftirlit með fjármálastjórn sveitarfélaga og fjármálum.
Framlagt bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga og kröfu um skil á sérstöku yfirliti um fjárfestingar og framvindu þeirra á árinu 2019.
Svar við bréfinu skal hljóta umfjöllun í bæjarstjórn í síðasta lagi fyrir 10. apríl 2020. Áður á dagskrá bæjarráðs 25. mars 2019.
Vísað til fjármálastjóra til úrvinnslu og bæjarstjórn til formlegrar umfjöllunar.
Svar við bréfinu skal hljóta umfjöllun í bæjarstjórn í síðasta lagi fyrir 10. apríl 2020. Áður á dagskrá bæjarráðs 25. mars 2019.
Vísað til fjármálastjóra til úrvinnslu og bæjarstjórn til formlegrar umfjöllunar.
9.
Lántaka 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga
Áður á dagskrá bæjarráðs 20.1. 2020. Fyrir liggur samþykki hjá Lánasjóði sveitarfélaga um lán að upphæð 200 m.kr. af eigin fé sjóðsins til Fjarðabyggðar.
Tillaga fjármálastjóra er sú að samþykki Lánasjóðsins verði nýtt og lánsheimild í áætlun ársins 2020 auk 100 m.kr. viðbótar lántöku verði heimiluð.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að tekið verði lán að fjárhæð 200 m.kr. og vísar til bæjarstjórnar staðfestingu lántökunnar. Jafnframt vísað til fjármálastjóra gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna aukinnar lántöku.
Tillaga fjármálastjóra er sú að samþykki Lánasjóðsins verði nýtt og lánsheimild í áætlun ársins 2020 auk 100 m.kr. viðbótar lántöku verði heimiluð.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leiti að tekið verði lán að fjárhæð 200 m.kr. og vísar til bæjarstjórnar staðfestingu lántökunnar. Jafnframt vísað til fjármálastjóra gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna aukinnar lántöku.
10.
Áskorun á bæjarstjórn Fjarðabyggðar vegna sundlaugar Reyðarfjarðar
Framlagt erindi 7. bekkjar grunnskólans á Reyðarfirði varðandi málefni sundlaugar á Reyðarfirði.
Bæjarráð þakkar nemendum 7. bekkjar bréfið.
Bæjarráð þakkar nemendum 7. bekkjar bréfið.
11.
Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu 2020
Framlögð til kynningar fundargerð framkvæmdaráðs Skólaskrifstofu Austurlands frá 26. febrúar 2020 auk bréfs starfsmanna.
Vísað til kynningar í fræðslunefnd og félagsmálanefnd.
Vísað til kynningar í fræðslunefnd og félagsmálanefnd.
12.
Kaup á skemmu í starfsmannaþorpi Alcoa
Framlagt minnisblað slökkviliðsstjóra um yfirtöku slökkviliðs Fjarðabyggðar á stálgrindarskemmu við starfsmannaþorp Alcoa án endurgjalds. Ætlunin er að nýta skemmuna fyrir æfingar slökkviliðsins og geymslu á æfingabúnaði. Slökkviliðsstjóri óskar eftir heimild bæjarráðs til að ganga frá kaupum á skemmunni og gerir ráð fyrir að eignarsjóður verði eigandi hennar.
Bæjarráð mun samþykkja að afloknu mati á ástandi stálgrindarskemmu hvort að yfirtöku verðið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að gera úttekt á húsnæði stálgrindarskemmu í starfsmannaþorpinu og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð mun samþykkja að afloknu mati á ástandi stálgrindarskemmu hvort að yfirtöku verðið og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að gera úttekt á húsnæði stálgrindarskemmu í starfsmannaþorpinu og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
13.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 22
Lögð fram til afgreiðslu fundargerð Menningar-, og nýsköpunarnefndar frá 17. febrúar sl.
14.
Hafnarstjórn - 237
Lögð fram til afgreiðslu fundargerð Hafnarstjórnar frá 17. febrúar sl.
15.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 253
Lögð fram til afgreiðslu fundargerð eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar frá 24. febrúar sl.
16.
Ungmennaráð - 3
Lögð fram til afgreiðslu fundargerð ungmennaráðs frá 5. febrúar sl.