Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Bæjarráð

679. fundur
21. september 2020 kl. 08:30 - 10:30
í Molanum fundarherbergi 3
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson varamaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Ragnar Sigurðsson varamaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Kauptilboð í Sólvelli 8b Breiðdalsvík
Málsnúmer 2009156
Framlagt kauptilboð í fasteignina Sólvelli 8b í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna kaupanna.
2.
Kauptilboð í Hrauntún 4 Breiðdalsvík
Málsnúmer 2009152
Kauptilboð í íbúðina Hrauntún 4 í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboðinu og felur bæjarstjóra undirritun skjala vegna kaupanna.
3.
Fundur forstjóra Alcoa Fjarðaráls með bæjarráði
Málsnúmer 1709146
Farið yfir málefni fyrirtækisins.
4.
Uppgjör á samningi um rekstur Skíðamiðstöðvarinnar í Oddskarði
Málsnúmer 2009003
Framlögð drög að kaupsamningi og lokauppgjöri við Austurríki ehf. vegna skíðasvæðisins í Oddsskarði.
Bæjarráð felur forstöðumanni skíðamiðstöðvar ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna að uppgjöri við fyrirtækið.
5.
Malartaka í Neskaupstað - Trúnaðarmál
Málsnúmer 2009151
Framlögð beiðni um 50 - 60 rúmmetra malarnám í sandfjöru í Neskaupstað.
Bæjarráð vísar erindi til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
6.
Haustþing 2020 --10 október
Málsnúmer 2009097
Haustþing Sambands sveitarfélaga á Austurlandi verður haldið 9. og 10. október í Fjarðabyggð.
Beðið er ákvörðunar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um framkvæmd þingsins.
7.
Umsókn um styrk til greiðslu á fasteignaskatti
Málsnúmer 2009010
Listasmiðja Norðfjarðar sækir um styrk til geiðslu faseignaskatts vegna Þiljuvalla 11 í Neskaupstað í samræmi við reglur Fjarðabyggðar um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir umsóknina og veitir styrk í samræmi við reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar til greiðslu fasteignaskatts.
8.
Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2020
Málsnúmer 2009099
Fundargerð stjórnar samtaka orkusveitarfélaga frá 4.september sl., lögð fram til kynningar.
9.
Hafnarstjórn - 249
Málsnúmer 2009013F
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 249 frá 15.september, lögð fram til afgreiðslu.