Bæjarráð
689. fundur
23. nóvember 2020
kl.
08:30
-
11:30
í fjarfundi vegna COVID19
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Pálína Margeirsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 - 2024
Umræða um áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar milli umræðna. Lögð fram samantekt um rekstur íþrótta- og tómstundamála.
Vísað til áframhaldandi vinnu fjárhagsáætlunar milli umræðna.
Vísað til áframhaldandi vinnu fjárhagsáætlunar milli umræðna.
2.
Rekstur málaflokka 2020
Lagt fram sem trúnaðarmál rekstraryfirlit málaflokka og framkvæmda fyrir janúar - september auk skatttekna og launakostnaðar fyrir janúar - október. Jafnframt lagt fram sundurliðað deildaryfirlit janúar - september.
3.
Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Farið yfir stöðu framkvæmda- og viðhaldsverkefna á árinu 2020 með tilliti til áætlana. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Bæjarráð vísar minnisblaði til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og til fjármálastjóra til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2020.
Bæjarráð vísar minnisblaði til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og til fjármálastjóra til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2020.
4.
Uppbygging íþróttahúss á Reyðarfirði
Yfirfarin kostnaðaráætlun vegna byggingar nýs íþróttahúss á Reyðarfirði. Lagt er til við bæjarráð að tilboði Vírnets í húsið verði tekið og jafnframt verði farið í útboð á sökklum og tengibyggingum.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Vírnets hf. og felur framkvæmdasviði að bjóða út sökkla og tengibyggingu. Tillögum vísað jafnframt til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Vírnets hf. og felur framkvæmdasviði að bjóða út sökkla og tengibyggingu. Tillögum vísað jafnframt til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar.
5.
Fyrirspurn vegna lóðar - TRÚNAÐARMÁL
Bæjarstjóri fór yfir fyrirspurn sem borist hefur vegna lóðamála í sveitarfélaginu.
6.
Umsögn vegna tillagna að eldissvæðum fiskeldis í Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði
Umsögn atvinnu- og þróunarstjóra er varðar fyrirhugaða breytinga á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun í Fáskrúðsfirði lögð fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur atvinnu- og þróunarstjóra að senda hana. Vísað til kynningar í hafnarstjórn og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð samþykkir umsögnina og felur atvinnu- og þróunarstjóra að senda hana. Vísað til kynningar í hafnarstjórn og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
7.
Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar 2021
Framlagt bréf Brúar lífeyrissjóðs þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall árið 2021 vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Neskaupstaðar í B-deild Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði 72% á næsta ári.
Bæjarráð samþykkir tillögu lífeyrissjóðsins og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að endurgreiðsluhlutfall á árinu 2021 vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar verði 72%.
Bæjarráð samþykkir tillögu lífeyrissjóðsins og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að endurgreiðsluhlutfall á árinu 2021 vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar verði 72%.
8.
265.mál til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi),
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi), 265. mál. Umsögn berist eigi síðar en 2. desember.
Vísað til atvinnu- og þróunarstjóra og bæjarstjóra til skoðunar.
Vísað til atvinnu- og þróunarstjóra og bæjarstjóra til skoðunar.
9.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 81
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 81 lögð fram til afgreiðslu.
10.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 33
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar nr. 33 lögð fram til afgreiðslu.