Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Bæjarráð

752. fundur
2. maí 2022 kl. 08:30 - 09:45
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Pálína Margeirsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Dalborg, hönnun á viðbyggingu
Málsnúmer 2002039
Undirritaður verksamningur lagður fram til kynningar um framkvæmdir við viðbyggingu leikskólans Dalborgar á Eskifirði.
2.
755 Sævarendi 2 - Beiðni um stækkun lóðar og framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2204117
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn Malbikunarstöðvar Austurlands ehf./Partasölu-Austurlands sf., um stækkun lóðar partasölunnar að Sævarenda 2 á Stöðvarfirði, ásamt beiðni um framkvæmdaleyfi vegna stækkunarinnar. Sömu aðilar standa að báðum fyrirtækjunum. Gert er ráð fyrir að lóðin verði sléttuð og malbikuð fyrir þjónustumiðstöð fiskeldis vegna samsetningar og viðhalds fiskeldiskvía með vegtengingu við smábátahöfn og hafnarsvæði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd afgreiðir framkvæmdarleyfisumsóknina að fenginni afgreiðslu bæjarráðs á stækkun lóðar.
Bæjarráð samþykkir stækkun lóðarinnar.
3.
730 Seljateigur, stofnun lands
Málsnúmer 1909011
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til kynningar bæjarráðs afgreiðslu nefndarinnar á samningi um landskipti Seljateigs, Seljateigshjáleigu og Móa ásamt yfirlýsingu um staðfestingu á hnitsetningu landamerkja Seljateigs, Seljateigshjáleigu, Kollaleiru og Sléttu. Lagður fram hnitsettur landamerkjauppdráttur jarðanna.
Bæjarráð felur bæjarritara og sviðsstjóra umhverfissviðs að fara yfir forsendur samnings frekar. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
4.
Þórsmörk - leigusamningur
Málsnúmer 1711182
Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað hefur keypt Þórsmörk í Neskaupstað af Listasmiðjunni sf. og tekið við skyldum og réttindum gagnvart Fjarðabyggð um leigu húsnæðis. Lagður fram viðauki við samning um Þórsmörk í Neskaupstað, vegna endurgreiðslu á endurbótakostnaði við húsið.
Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undirritun hans.
5.
Reglur um launað námsleyfi starfsmanna leikskóla Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2203088
Framlagðar uppfærðar reglur um launuð námsleyfi starfsmanna leikskóla Fjarðabyggðar til staðfestingar en um minniháttar breytingu er að ræða á umsóknarfresti fyrir haustönn. Annað efni reglanna er óbreytt.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingu bæjarstjórnar.
6.
Franskir dagar 2022
Málsnúmer 2204218
Rætt um fyrirkomulag Franskra daga 2022 og heimsókn fulltrúa frá Gravelines.
Bæjarráð felur bæjarritara og bæjarstjóra að hefja undirbúning móttöku frakkanna og bjóða fulltrúum á Franska daga.
7.
Sveitarstjórnarkosningar 2022
Málsnúmer 2203141
Farið yfir skipan kjörstjórna fyrir sveitarstjórnarkostningar 14. maí nk.
Bæjarráð vísar kjörstjórnarskipan vegna kosninganna til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2022
Málsnúmer 2204177
Fundargerðir 1. og 2. fundar stjórnar Náttúrustofu Austurlands 2022 auk ársreiknings fyrir árið 2021, lagur fram til kynningar.
9.
Hafnarstjórn - 277
Málsnúmer 2204014F
Fundargerð hafnarstjórnar frá 25. apríl lögð fram til afgreiðslu.
10.
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 45
Málsnúmer 2204010F
Fundargerð menningar- og nýsköpunarnefndar frá 25. apríl lögð fram til afgreiðslu.
11.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 310
Málsnúmer 2204013F
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 25. apríl, lögð fram til afgreiðslu.
12.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 97
Málsnúmer 2204011F
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 25.apríl, lögð fram til afgreiðslu.