Bæjarráð
920. fundur
17. nóvember 2025
kl.
08:30
-
10:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027 til 2029 lögð fram milli umræðna til afgreiðslu.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun 2027 til 2029 til síðari umræðu bæjarstjórnar
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun 2027 til 2029 til síðari umræðu bæjarstjórnar
2.
Fjármálareglur
Framlögð drög að fjármálareglum fyrir sveitarfélagið þar sem fjallað yrði m.a. um viðbrögð við frávikum frá fjárhagsáætlunum.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.
3.
Innkaupareglur
Fjallað um innkaupareglur og innkaupaheimildir starfsmanna.
4.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2026
Bæjarstjórn vísaði álagningarstuðlum fasteignagjalda í gjaldskrá fasteignagjalda árið 2026 til frekari vinnu við fjárhagsáætlun milli umræðna.
Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrá fasteignagjalda árið 2026 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrá fasteignagjalda árið 2026 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
5.
Gjaldskrá skíðasvæðis 2026
Vísað frá fjölskyldunefnd til bæjarráðs uppfærðri tillögu að gjaldskrá skíðasvæðisins fyrir árið 2026 með breytingum um opnun utan opnunartíma og leigu skíðaskála.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá skíðasvæðis sem tekur gildi 1. janúar 2026.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá skíðasvæðis sem tekur gildi 1. janúar 2026.
6.
Umsókn um stofnframlög til byggingar húsnæðis
Framlagt erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar varðandi umsókn Brákar íbúðarfélags hses. um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016. vegna kaupa á 5 íbúðum.
Bæjarráð samþykkir stofnframlag sveitarfélagsins vegna kaupa fimm íbúða sbr. lög nr. 52/2016.
Bæjarráð samþykkir stofnframlag sveitarfélagsins vegna kaupa fimm íbúða sbr. lög nr. 52/2016.
7.
Samningur um farsældarráð á Austurlandi
Framlögð drög að samningi um farsældarráð Austurlands ásamt beiðni um tilnefningu fulltrúa í ráðið og varamanns hans.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans ásamt því að það tilnefndir Líneik Önnu Sævarsdóttur sem aðalmann í farsældarráð Austurlands og Aðalheiði Björk Rúnarsdóttur til vara.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans ásamt því að það tilnefndir Líneik Önnu Sævarsdóttur sem aðalmann í farsældarráð Austurlands og Aðalheiði Björk Rúnarsdóttur til vara.
8.
Málefni Sjóminjasafns Austurlands
Vísað frá stjórn menningarstofu tillögu þess efnis að Fjarðabyggð taki við rekstri og eignum Sjóminjasafns Austurlands.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið yfirtaki rekstur og eignir Sjóminjasafns Austurlands frá og með 1. janúar 2026. Fjármálastjóra falið að skoða útfærslur vegna fjárhagsáætlunar 2026.
Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið yfirtaki rekstur og eignir Sjóminjasafns Austurlands frá og með 1. janúar 2026. Fjármálastjóra falið að skoða útfærslur vegna fjárhagsáætlunar 2026.
9.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð_2025
Framlögð tillaga að endurskoðaðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð sem þegar hefur verið samþykkt af skipulags- og framkvæmdanefnd.
Bæjarráð vísar drögum að endurskoðaðri samþykkt til fyrri umræða bæjarstjórnar og frekari vinnslu í skipulags- og framkvæmdanefnd milli umræðna.
Bæjarráð vísar drögum að endurskoðaðri samþykkt til fyrri umræða bæjarstjórnar og frekari vinnslu í skipulags- og framkvæmdanefnd milli umræðna.
10.
Viljayfirlýsing
Framlögð drög að viljayfirlýsingu um fjölgun íbúða og eflingu stafrænnar stjórnsýslu í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra undirritun hennar.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu og felur bæjarstjóra undirritun hennar.
11.
Mannamót Markaðsstofu landshlutanna 2026
Boð á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2026 sem haldið verður 15. janúar nk.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa á mótið.
Bæjarráð samþykkir að senda fulltrúa á mótið.
12.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Fundargerð 988. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.
13.
Fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum 2025
Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum nr. 84 lögð fram til kynningar.
14.
Fjölskyldunefnd - 44
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 10. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
15.
Stjórn menningarstofu - 26
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 11. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.