Bæjarráð
925. fundur
29. desember 2025
kl.
11:00
-
12:10
í fjarfundi
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Samningur um padelvöll á Reyðarfirði
Framlögð til kynningar drög að samningi um afnot af eldra íþróttahúsinu á Reyðarfirði undir padelvöll.
Samningur verður tekinn fyrir að nýju í bæjarráði. Bæjarstjóra jafnframt falið að ræða við forsvarsmenn Ungmennafélagsins Vals.
Samningur verður tekinn fyrir að nýju í bæjarráði. Bæjarstjóra jafnframt falið að ræða við forsvarsmenn Ungmennafélagsins Vals.
2.
Kæra vegna útboðs úrgangsþjónustu 2026 til 2029
Framlögð ákvörðun Kærunefndar útboðsmála frá 17. desember sl. vegna kæru UHA Umhverfisþjónustu ehf. Niðurstaða nefndarinnar er að stöðvunarskyldu útboðs er aflétt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frágang samnings við lægstbjóðanda sbr. bókun bæjarráðs frá 30. september sl. um málið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frágang samnings við lægstbjóðanda sbr. bókun bæjarráðs frá 30. september sl. um málið.
3.
Kæra III vegna útboðs úrgangsþjónustu 2026 til 2029
Framlögð til kynningar ný kæra frá UHA Umhverfisþjónustu ehf. vegna ákvarðana Fjarðabyggðar í kjölfar útboðsins úrgangsþjónusta í Fjarðabyggð 2026 til 2029.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að bregðast við kærunni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að bregðast við kærunni.
4.
Úthlutun byggðakvóta 2025 og 2026
Framlagt bréf innviðaráðuneytisins vegna úthlutunar á byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og setningu á sérstökum reglum um úthlutun kvótans.
Bæjarráð samþykkir að ekki verði settar sérstakar reglur líkt og verið hefur síðustu ár.
Bæjarráð samþykkir að ekki verði settar sérstakar reglur líkt og verið hefur síðustu ár.
5.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum 48 2011, verndar- og orkunýtingaráætlun (vindorka og verndarflokkur)
Framlögð drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (vindorka og verndarflokkur) sem lögð hafa verði fram í samráðsgátt.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að veita umsögn á grundvelli fyrri umsagna sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að veita umsögn á grundvelli fyrri umsagna sveitarfélagsins.
6.
Frumvarp til laga um lagareldi mál 252
Framlögð drög að frumvarpi til laga um lagareldi sem lögð hafa verið fram í samráðsgátt.
7.
Frumvarp til laga um stjórn vatnamála
Framlögð drög að frumvarpi til laga um stjórn vatnamála sem lögð hafa verið fram í samráðsgátt.
8.
Frumvarp til laga um breytinga á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum
Framlögð drög að frumvarpi um breytingu á lögum umvarnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, kostnaður o.fl.) og um breytingu á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála (umsjón framkvæmda) sem lögð hafa verið fram í samráðsgátt.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að veita umsögn á grundvelli fyrri umsagna sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að veita umsögn á grundvelli fyrri umsagna sveitarfélagsins.
9.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA 2025
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Austurbrúar nr 167. og fundargerð stjórnarfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi nr. 18.
10.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Framlögð til kynningar fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2025.
11.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 48
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 17. desember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.