Fara í efni

Bæjarráð

925. fundur
29. desember 2025 kl. 11:00 - 12:10
í fjarfundi
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Samningur um padelvöll á Reyðarfirði
Málsnúmer 2512176
Framlögð til kynningar drög að samningi um afnot af eldra íþróttahúsinu á Reyðarfirði undir padelvöll.
Samningur verður tekinn fyrir að nýju í bæjarráði. Bæjarstjóra jafnframt falið að ræða við forsvarsmenn Ungmennafélagsins Vals.
2.
Kæra vegna útboðs úrgangsþjónustu 2026 til 2029
Málsnúmer 2509226
Framlögð ákvörðun Kærunefndar útboðsmála frá 17. desember sl. vegna kæru UHA Umhverfisþjónustu ehf. Niðurstaða nefndarinnar er að stöðvunarskyldu útboðs er aflétt.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frágang samnings við lægstbjóðanda sbr. bókun bæjarráðs frá 30. september sl. um málið.
3.
Kæra III vegna útboðs úrgangsþjónustu 2026 til 2029
Málsnúmer 2512168
Framlögð til kynningar ný kæra frá UHA Umhverfisþjónustu ehf. vegna ákvarðana Fjarðabyggðar í kjölfar útboðsins úrgangsþjónusta í Fjarðabyggð 2026 til 2029.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að bregðast við kærunni.
4.
Úthlutun byggðakvóta 2025 og 2026
Málsnúmer 2512159
Framlagt bréf innviðaráðuneytisins vegna úthlutunar á byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og setningu á sérstökum reglum um úthlutun kvótans.
Bæjarráð samþykkir að ekki verði settar sérstakar reglur líkt og verið hefur síðustu ár.
5.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum 48 2011, verndar- og orkunýtingaráætlun (vindorka og verndarflokkur)
Málsnúmer 2512173
Framlögð drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (vindorka og verndarflokkur) sem lögð hafa verði fram í samráðsgátt.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að veita umsögn á grundvelli fyrri umsagna sveitarfélagsins.
6.
Frumvarp til laga um lagareldi mál 252
Málsnúmer 2512171
Framlögð drög að frumvarpi til laga um lagareldi sem lögð hafa verið fram í samráðsgátt.
7.
Frumvarp til laga um stjórn vatnamála
Málsnúmer 2512172
Framlögð drög að frumvarpi til laga um stjórn vatnamála sem lögð hafa verið fram í samráðsgátt.
8.
Frumvarp til laga um breytinga á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum
Málsnúmer 2512174
Framlögð drög að frumvarpi um breytingu á lögum umvarnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, kostnaður o.fl.) og um breytingu á lögum um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála (umsjón framkvæmda) sem lögð hafa verið fram í samráðsgátt.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að veita umsögn á grundvelli fyrri umsagna sveitarfélagsins.
9.
Fundargerðir Austurbrúar og SSA 2025
Málsnúmer 2502102
Framlagðar til kynningar fundargerðir stjórnar Austurbrúar nr 167. og fundargerð stjórnarfundar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi nr. 18.
10.
Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502038
Framlögð til kynningar fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember 2025.
11.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 48
Málsnúmer 2512018F
Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 17. desember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna ástands Suðurfjarðarvegar og aukinna bikblæðinga. Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir verulegum áhyggjum af auknum og síendurteknum bikblæðingum á þjóðvegi 1 um firðina og Fagradal. Fyrir jól urðu talsverðar bikblæðingar á Suðurfjarðarvegi og má víða sjá sár í slitlagi þar sem umferð hefur rifið upp heilu malbiksbútana. Malbiksklessur liggja því víða á veginum og ástandið hefur versnað eftir því sem liðið hefur á. Auknar bikblæðingar valda tjóni á bifreiðum, hafa neikvæð áhrif á öryggi vegfarenda og valda íbúum og atvinnulífi vandræðum er þau sækja vinnu, skóla og þjónustu milli byggðarkjarna ásamt þungaflutningum. Ástand Suðurfjarðarvegar er sérstakt áhyggjuefni en hann er ein af lífæðum atvinnulífs og þjónustu á Austurlandi. Bæjarráð leggur ríka áherslu á að tryggt verði aukið öryggi á Suðurfjarðarvegi og að gripið verði tafarlaust til viðeigandi úrbóta. Jafnframt er bent á brýna nauðsyn þess að Suðurfjarðarvegur verði færður framar í samgönguáætlun og að hafist verði handa við fyrsta áfanga framkvæmda strax á næsta ári og einnig að Vegagerðinni verði gert kleift að gera bundið slitlag með betri hætti þannig að bikblæðingar hætti. Suðurfjarðarvegur er þjóðhagslega mikilvægur vegkafli sem tengir landið við stærstu fiskihafnir landsins og eina stærstu vöruútflutningshöfn Íslands. Þungatakmarkanir og lakara ástand vegarins hafa því bein áhrif á verðmætasköpun og gera atvinnulífinu verulega erfitt fyrir ásamt því að valda íbúum vandræðum í daglegum erindum.