Fara í efni

Bæjarráð

926. fundur
8. janúar 2026 kl. 08:30 - 10:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Jón Björn Hákonarson varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri
Gunnar Jónsson embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson bæjarritari
Dagskrá
1.
Kæra 4 vegna útboðs úrgangsþjónustu 2026 til 2029
Málsnúmer 2512196
Framlagt erindi frá UHA umhverfisþjónustunni ehf. vegna útboðs á úrgangsþjónustu 2026 til 2029. Í bréfi frá Kærunefnd útboðsmála 6. janúar sl. kemur fram að nefndin líti svo á að ekki sé um sjálfstæða kæru að ræða heldur viðbótarathugasemdir vegna fyrri kæru.
Framlagt og kynnt.
2.
Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
Málsnúmer 2302213
Lagðir fram endurskoðaðir uppdrættir af skógræktarsvæði næst byggðinni á Reyðarfirði þar sem búið er að færa mörk svæðisins upp frá væntanlegum stækkunarsvæðum byggðar og taka tillit til efnistökusvæðis ásamt uppfærðum samningsdrögum.
Bæjarráð samþykkir samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
3.
Erindi vegna padel vallar
Málsnúmer 2512182
Framlögð erindi frá Ungmennafélaginu Val vegna padel vallar í eldra íþróttahúsi á Reyðarfirði.
Bæjarráð þakkar gagnlegar ábendingar frá Ungmennafélaginu Val. Ábendingum vísað til skipulags- og framkvæmdasviðs og fjölskyldusviðs til skoðunar.
4.
Samningur um padelvöll á Reyðarfirði
Málsnúmer 2512176
Framlögð að nýju drög að samningi um afnot af íþróttahúsinu á Reyðarfirði undir padelvöll.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
5.
Rannsókn fyrir húsnæðisþörf íbúa 60
Málsnúmer 2510228
Fjallað um niðurstöður könnunar á húsnæðisþörf 60 áara og eldri íbúa í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að niðurstöður könnunar nýttar við endurskoðun húsnæðisáætlunar sveitarfélagsins og í framhaldinu verði þær kynntar fyrir verktökum í Fjarðabyggð.
Vísað til umfjöllunar fjölskyldunefndar og öldungaráðs.
6.
Samstarfssamningur við Akademias 2026
Málsnúmer 2601007
Framlögð drög að áskriftarsamningi við Akademias, varðandi rafræn námskeið fyrir starfsmenn sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra undirritun hans.
7.
Forkaupsréttur sveitarfélags á bátnum Steini HU-45
Málsnúmer 2601029
Framlagt erindi frá Gullrúnu ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til að nýta forkaupsrétt að bátnum Steini HU-45.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að bátnum Steini HU-45.
8.
Úrgangsmál
Málsnúmer 2505110
Farið yfir stöðu úrgangsmála í upphafi nýs samningstímabils.
9.
Fundargerðir - samtaka svf á köldum svæðum 2025
Málsnúmer 2501180
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum nr. 87.
10.
Fundagerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2502101
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávárútvegssveitarfélaga nr. 93