Bæjarráð
927. fundur
19. janúar 2026
kl.
08:30
-
11:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Beiðni um fund vegna aðstöðu við reiðhöll og samgangna
Framlagður tölvupóstur frá Hestamannafélaginu Blæ þar sem óskað er fundar til að ræða bakkavarnir við reiðhöllina og samgöngur að og frá félagsaðstöðu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að ræða við forsvarsmenn félagsins um þessi mál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að ræða við forsvarsmenn félagsins um þessi mál.
2.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2026
Framlögð drög að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2026.
Tekið fyrir að nyju á næsta fundi.
Tekið fyrir að nyju á næsta fundi.
3.
Ofanflóðavarnir Nes- og Bakkagil Norðfjörður
Framlögð afgreiðsla stjórnar Ofanflóðasjóðs vegna framkvæmda við nýtt tjaldsvæði og fjölskyldusvæði á Norðfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.
4.
Starfsmannamál - trúnaðarmál
Framlagður tölvupóstur vegna starfsmannamáls.
Bókað í trúnaðarmálabók.
Bókað í trúnaðarmálabók.
5.
Yfirlýsing Fjarðabyggðar um málefni eldra fólks
Yfirlýsing Fjarðabyggðar vegna uppbyggingar og eflingar þjónustu við eldri borgara.
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir hér með skýrri stefnu og vilja sveitarfélagsins um uppbyggingu og eflingu þjónustu við eldri borgara. Um er að ræða metnaðarfulla framtíðarsýn sem felur í sér fjölgun hjúkrunarrýma, eflingu dagdvalarþjónustu og markvissa uppbyggingu húsnæðis, í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Þetta er viljayfirlýsing sveitarfélagsins og liður í virku samtali við stjórnvöld um að ná þessum markmiðum fram.
Sveitarfélagið hefur unnið að þessum málum af festu um nokkurt skeið. Samtal Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) hófst formlega árið 2023 með sameiginlegri umsókn í þróunarverkefnið Gott að eldast. Síðan þá hafa farið fram tugir funda, vinnustofur með ráðuneytum, opnir kynningarfundir í samfélaginu og ítarleg greining á þjónustuþörf. Þetta er því ekki verið að ganga frá framkvæmdum, heldur að móta sameiginlega og vel rökstudda stefnu sem sveitarfélagið vill vinna eftir og berst fyrir gagnvart ríkinu.
Í viljayfirlýsingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og Fjarðabyggðar, sem undirrituð var fyrir áramót, var kveðið á um greiningu á húsnæðisþörf 60 aldurshópsins. Sú greining liggur nú fyrir og verður kynnt fyrir byggingarverktökum og er aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að þörf er á fjölbreyttu, aðgengilegu og hagkvæmu húsnæði fyrir eldra fólk til framtíðar.
Breiðablik - framtíðarsýn byggð á öryggi og samfellu þjónustu
Bæjarráð leggur áherslu á að efla Breiðablik til framtíðar, með hag núverandi íbúa að leiðarljósi. Þar er horft til mögulegrar aðlögunar húsnæðis að breyttum þjónustuþörfum og einnig til breytinga á eignarhaldi, ef slíkt reynist farsæl leið til að styrkja rekstrargrundvöll og skapa svigrúm til framtíðaruppbyggingar.
Áréttað er með skýrum hætti að engar breytingar eru fyrirhugaðar fyrir núverandi íbúa Breiðabliks. Allar breytingar eru hugsaðar til framtíðar, unnar í áföngum og í takt við hækkandi lífaldur og breyttar þarfir íbúanna. Markmiðið er að þjónustan þróist með fólkinu, en ekki að fólk þurfi að laga sig að kerfinu.
Með þessari sýn er stefnt að því að bæta þjónustu, öryggi og aðbúnað til lengri tíma, meðal annars með möguleikum á meiri þjónustu og hjúkrun innan sama húsnæðis ef og þegar þörf skapast. Slík nálgun styður við samfellu í þjónustu, eykur öryggistilfinningu og bætir lífsgæði.
Í því samhengi er horft til samstarfs við óhagnaðardrifið leigufélag, Bríet, í eigu opinberra aðila, sem mögulegan samstarfsaðila til framtíðar, enda byggir slíkt fyrirkomulag á félagslegum, ábyrgum og langtímamiðuðum forsendum. Jafnframt stendur til að vinna nánari greiningu á lóð og húsnæði Breiðabliks með tilliti til mögulegrar stækkunar síðar, fyrst og fremst til að mæta fyrirsjáanlegri þörf og draga úr biðlistum ? án þess að raska núverandi búsetu eða þjónustu. Sökum þessara vinnu hefur Fjarðabyggð ekki úthlutað íbúðum í Breiðablik nýverið og þess vegna leggur sveitarfélagið ríka áherslu á að svör frá ráðuneytinu liggi fyrir sem allra fyrst.
Hulduhlíð - vilji til fjölgunar hjúkrunarrýma
Bæjarráð lýsir einnig skýrum vilja til verulegrar stækkunar Hulduhlíðar á Eskifirði. Núverandi húsnæði býður aðeins upp á mjög takmarkaða stækkun og því er unnið, í samtali við HSA og Heilbrigðisráðuneytið, að því að skoða deiliskipulagsbreytingar og aðrar leiðir sem gera kleift að fjölga hjúkrunarrýmum, bæta rýmiskosti og styrkja starfsaðstöðu til framtíðar. Þetta er lykilforsenda þess að mæta vaxandi þörf og vinna markvisst niður biðlista.
Uppsalir - betri nýting fyrir framtíðina
Á sama tíma er vilji til að ráðast í endurbætur á Uppsölum í Fáskrúðsfirði, með það að markmiði að nýta betur eldri hluta húsnæðisins. Með slíkum endurbótum væri hægt að ná fram betri nýtingu og styrkja Uppsali sem fullbúið hjúkrunarheimili til framtíðar, í samvinnu við HSA og heilbrigðisyfirvöld.
Dagdvalarþjónusta - lykilþáttur í heildstæðri lausn
Samhliða fjölgun hjúkrunarrýma leggur bæjarráð ríka áherslu á uppbyggingu dagdvalarþjónustu í samvinnu við HSA í gegnum verkefnið Gott að eldast. Dagdvöl er þjónusta þar sem eldri borgarar koma yfir daginn, fá félagslegan stuðning, hreyfingu, máltíðir og umönnun, en búa áfram heima. Slík þjónusta eykur lífsgæði, dregur úr einangrun, styður sjálfstæða búsetu lengur og getur frestað eða komið í stað dvalar á hjúkrunarheimili. Greining á umfangi, staðsetningu og eftirspurn dagdvalarþjónustu er hluti af þeirri stefnumótun sem nú stendur yfir.
Skýr vilji og barátta fyrir framtíðinni
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að hér er um að ræða skýra stefnu og vilja sveitarfélagsins, byggða á faglegri greiningu og raunverulegri þörf. Þetta er ekki lokaniðurstaða heldur viljayfirlýsing og barátta sveitarfélagsins gagnvart stjórnvöldum um að ná fram þeirri uppbyggingu sem eldri borgarar í Fjarðabyggð eiga rétt á.
Þetta er framtíðarsýn sem miðar að öryggi, reisn og mannsæmandi aðbúnaði og mikilvægt skref til framtíðar.
Oddvitar allra framboða í Fjarðabyggð
Bókun fulltrúa Fjarðalistans.
Fjarðalistinn styður markmið sveitarfélagsins um að efla þjónustu við eldra fólk í Fjarðabyggð, tryggja samfellu í þjónustu og vinna markvisst að fjölgun hjúkrunarrýma, uppbyggingu dagdvalar og aðgengilegs húsnæðis til framtíðar t.d. með byggingu þjónustuíbúða.
Fjarðalistinn leggur jafnframt ríka áherslu á að staða, réttindi og búsetuöryggi núverandi íbúa Breiðabliks séu ófrávíkjanleg. Engar breytingar á búsetu, þjónustu eða aðstæðum núverandi íbúa koma til greina og skal það vera skýrt að allar hugmyndir um þróun eða aðlögun Breiðabliks snúa eingöngu að framtíðinni.
Fjarðalistinn áréttar að engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar á eignarhaldi, rekstrarformi eða fyrirkomulagi Breiðabliks. Slíkar ákvarðanir, ef til þeirra kemur, skulu byggja á frekari greiningu, opnu og gagnsæju samráði við íbúa, aðstandendur og starfsfólk og verða lagðar sérstaklega fyrir bæjarstjórn til formlegrar afgreiðslu.
Fjarðalistinn telur mikilvægt að uppbygging öldrunarþjónustu byggi á félagslegum og óhagnaðardrifnum forsendum, þar sem öryggi, mannúð og langtímahagsmunir samfélagsins eru hafðir að leiðarljósi, en ekki skammtímasjónarmið.
Fjarðalistinn vill áfram leggja sitt af mörkum til málefnalegrar og ábyrgðarfullrar umræðu um framtíð þjónustu við eldra fólk, þar sem samráð og virðing fyrir fólkinu sem þjónustan snýr að eru í fyrirrúmi.
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir hér með skýrri stefnu og vilja sveitarfélagsins um uppbyggingu og eflingu þjónustu við eldri borgara. Um er að ræða metnaðarfulla framtíðarsýn sem felur í sér fjölgun hjúkrunarrýma, eflingu dagdvalarþjónustu og markvissa uppbyggingu húsnæðis, í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. Þetta er viljayfirlýsing sveitarfélagsins og liður í virku samtali við stjórnvöld um að ná þessum markmiðum fram.
Sveitarfélagið hefur unnið að þessum málum af festu um nokkurt skeið. Samtal Fjarðabyggðar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) hófst formlega árið 2023 með sameiginlegri umsókn í þróunarverkefnið Gott að eldast. Síðan þá hafa farið fram tugir funda, vinnustofur með ráðuneytum, opnir kynningarfundir í samfélaginu og ítarleg greining á þjónustuþörf. Þetta er því ekki verið að ganga frá framkvæmdum, heldur að móta sameiginlega og vel rökstudda stefnu sem sveitarfélagið vill vinna eftir og berst fyrir gagnvart ríkinu.
Í viljayfirlýsingu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og Fjarðabyggðar, sem undirrituð var fyrir áramót, var kveðið á um greiningu á húsnæðisþörf 60 aldurshópsins. Sú greining liggur nú fyrir og verður kynnt fyrir byggingarverktökum og er aðgengileg á vef sveitarfélagsins. Niðurstöðurnar sýna skýrt að þörf er á fjölbreyttu, aðgengilegu og hagkvæmu húsnæði fyrir eldra fólk til framtíðar.
Breiðablik - framtíðarsýn byggð á öryggi og samfellu þjónustu
Bæjarráð leggur áherslu á að efla Breiðablik til framtíðar, með hag núverandi íbúa að leiðarljósi. Þar er horft til mögulegrar aðlögunar húsnæðis að breyttum þjónustuþörfum og einnig til breytinga á eignarhaldi, ef slíkt reynist farsæl leið til að styrkja rekstrargrundvöll og skapa svigrúm til framtíðaruppbyggingar.
Áréttað er með skýrum hætti að engar breytingar eru fyrirhugaðar fyrir núverandi íbúa Breiðabliks. Allar breytingar eru hugsaðar til framtíðar, unnar í áföngum og í takt við hækkandi lífaldur og breyttar þarfir íbúanna. Markmiðið er að þjónustan þróist með fólkinu, en ekki að fólk þurfi að laga sig að kerfinu.
Með þessari sýn er stefnt að því að bæta þjónustu, öryggi og aðbúnað til lengri tíma, meðal annars með möguleikum á meiri þjónustu og hjúkrun innan sama húsnæðis ef og þegar þörf skapast. Slík nálgun styður við samfellu í þjónustu, eykur öryggistilfinningu og bætir lífsgæði.
Í því samhengi er horft til samstarfs við óhagnaðardrifið leigufélag, Bríet, í eigu opinberra aðila, sem mögulegan samstarfsaðila til framtíðar, enda byggir slíkt fyrirkomulag á félagslegum, ábyrgum og langtímamiðuðum forsendum. Jafnframt stendur til að vinna nánari greiningu á lóð og húsnæði Breiðabliks með tilliti til mögulegrar stækkunar síðar, fyrst og fremst til að mæta fyrirsjáanlegri þörf og draga úr biðlistum ? án þess að raska núverandi búsetu eða þjónustu. Sökum þessara vinnu hefur Fjarðabyggð ekki úthlutað íbúðum í Breiðablik nýverið og þess vegna leggur sveitarfélagið ríka áherslu á að svör frá ráðuneytinu liggi fyrir sem allra fyrst.
Hulduhlíð - vilji til fjölgunar hjúkrunarrýma
Bæjarráð lýsir einnig skýrum vilja til verulegrar stækkunar Hulduhlíðar á Eskifirði. Núverandi húsnæði býður aðeins upp á mjög takmarkaða stækkun og því er unnið, í samtali við HSA og Heilbrigðisráðuneytið, að því að skoða deiliskipulagsbreytingar og aðrar leiðir sem gera kleift að fjölga hjúkrunarrýmum, bæta rýmiskosti og styrkja starfsaðstöðu til framtíðar. Þetta er lykilforsenda þess að mæta vaxandi þörf og vinna markvisst niður biðlista.
Uppsalir - betri nýting fyrir framtíðina
Á sama tíma er vilji til að ráðast í endurbætur á Uppsölum í Fáskrúðsfirði, með það að markmiði að nýta betur eldri hluta húsnæðisins. Með slíkum endurbótum væri hægt að ná fram betri nýtingu og styrkja Uppsali sem fullbúið hjúkrunarheimili til framtíðar, í samvinnu við HSA og heilbrigðisyfirvöld.
Dagdvalarþjónusta - lykilþáttur í heildstæðri lausn
Samhliða fjölgun hjúkrunarrýma leggur bæjarráð ríka áherslu á uppbyggingu dagdvalarþjónustu í samvinnu við HSA í gegnum verkefnið Gott að eldast. Dagdvöl er þjónusta þar sem eldri borgarar koma yfir daginn, fá félagslegan stuðning, hreyfingu, máltíðir og umönnun, en búa áfram heima. Slík þjónusta eykur lífsgæði, dregur úr einangrun, styður sjálfstæða búsetu lengur og getur frestað eða komið í stað dvalar á hjúkrunarheimili. Greining á umfangi, staðsetningu og eftirspurn dagdvalarþjónustu er hluti af þeirri stefnumótun sem nú stendur yfir.
Skýr vilji og barátta fyrir framtíðinni
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á að hér er um að ræða skýra stefnu og vilja sveitarfélagsins, byggða á faglegri greiningu og raunverulegri þörf. Þetta er ekki lokaniðurstaða heldur viljayfirlýsing og barátta sveitarfélagsins gagnvart stjórnvöldum um að ná fram þeirri uppbyggingu sem eldri borgarar í Fjarðabyggð eiga rétt á.
Þetta er framtíðarsýn sem miðar að öryggi, reisn og mannsæmandi aðbúnaði og mikilvægt skref til framtíðar.
Oddvitar allra framboða í Fjarðabyggð
Bókun fulltrúa Fjarðalistans.
Fjarðalistinn styður markmið sveitarfélagsins um að efla þjónustu við eldra fólk í Fjarðabyggð, tryggja samfellu í þjónustu og vinna markvisst að fjölgun hjúkrunarrýma, uppbyggingu dagdvalar og aðgengilegs húsnæðis til framtíðar t.d. með byggingu þjónustuíbúða.
Fjarðalistinn leggur jafnframt ríka áherslu á að staða, réttindi og búsetuöryggi núverandi íbúa Breiðabliks séu ófrávíkjanleg. Engar breytingar á búsetu, þjónustu eða aðstæðum núverandi íbúa koma til greina og skal það vera skýrt að allar hugmyndir um þróun eða aðlögun Breiðabliks snúa eingöngu að framtíðinni.
Fjarðalistinn áréttar að engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar á eignarhaldi, rekstrarformi eða fyrirkomulagi Breiðabliks. Slíkar ákvarðanir, ef til þeirra kemur, skulu byggja á frekari greiningu, opnu og gagnsæju samráði við íbúa, aðstandendur og starfsfólk og verða lagðar sérstaklega fyrir bæjarstjórn til formlegrar afgreiðslu.
Fjarðalistinn telur mikilvægt að uppbygging öldrunarþjónustu byggi á félagslegum og óhagnaðardrifnum forsendum, þar sem öryggi, mannúð og langtímahagsmunir samfélagsins eru hafðir að leiðarljósi, en ekki skammtímasjónarmið.
Fjarðalistinn vill áfram leggja sitt af mörkum til málefnalegrar og ábyrgðarfullrar umræðu um framtíð þjónustu við eldra fólk, þar sem samráð og virðing fyrir fólkinu sem þjónustan snýr að eru í fyrirrúmi.
6.
Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Austurlands árið 2025
Framlögð til kynningar fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands nr. 4 frá 15. desember sl.
7.
Nýr gátlisti til að efla fjölbreytni í sveitarstjórnum
Framlagður til kynningar gátlisti frá Jafnréttisstofu vegna fjölbreytni í samsetningu sveitarstjórna.
8.
Stjórn menningarstofu - 29
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 15. janúar.
9.
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 49
Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar frá 14. janúar.
10.
Starfshópur um íþróttahús á Eskifirði - 1
Fundargerð starfshóps um íþróttahús á Eskifirði frá 30.5.25 er staðfest.
11.
Starfshópur um íþróttahús á Eskifirði - 2
Fundargerð starfshóps um íþróttahús á Eskifirði frá 10.6.25 er staðfest.
12.
Tjaldstæðamál á Neskaupstað
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Framlagður tölvupóstur frá Guðröði Hákonarsyni um málefni tjaldsvæðis á Norðfirði.
Framkvæmdir á vegum Ofanflóðasjóðs hafa legið niðri yfir jól og áramót vegna jólafrís verktaka. Fyrirhugaður er fundur með Ofanflóðasjóði og hönnuðum þar sem farið verður yfir tímalínur verkefnisins. Þar verða jafnframt tekin til skoðunar nokkur atriði sem stóðu út af fyrir jól hjá Landmótun, meðal annars varðandi hönnun. Í kjölfar þess fundar vonumst við til að geta miðlað skýrari upplýsingum til ferðaþjónustuaðila um framhaldið.
Miðað við stöðu mála er líklegt að tjaldstæðið verði staðsett á bökkunum í sumar þar sem landmótun er ekki komin af stað. Nauðsynlegt er að jarðvegsvinna verði að fullu lokið áður en gróðursetning hefst, sem setur ákveðin tímamörk á framkvæmdina. Jafnframt verður brugðist við þeim atriðum sem helst voru gagnrýnd síðasta sumar. Áhersla verður lögð á að bæta merkingar og annað sem snýr að aðgengi og upplýsingagjöf, þannig að allt verði eins tilbúið og kostur er áður en sumarumferð ferðamanna hefst.
Framlagður tölvupóstur frá Guðröði Hákonarsyni um málefni tjaldsvæðis á Norðfirði.
Framkvæmdir á vegum Ofanflóðasjóðs hafa legið niðri yfir jól og áramót vegna jólafrís verktaka. Fyrirhugaður er fundur með Ofanflóðasjóði og hönnuðum þar sem farið verður yfir tímalínur verkefnisins. Þar verða jafnframt tekin til skoðunar nokkur atriði sem stóðu út af fyrir jól hjá Landmótun, meðal annars varðandi hönnun. Í kjölfar þess fundar vonumst við til að geta miðlað skýrari upplýsingum til ferðaþjónustuaðila um framhaldið.
Miðað við stöðu mála er líklegt að tjaldstæðið verði staðsett á bökkunum í sumar þar sem landmótun er ekki komin af stað. Nauðsynlegt er að jarðvegsvinna verði að fullu lokið áður en gróðursetning hefst, sem setur ákveðin tímamörk á framkvæmdina. Jafnframt verður brugðist við þeim atriðum sem helst voru gagnrýnd síðasta sumar. Áhersla verður lögð á að bæta merkingar og annað sem snýr að aðgengi og upplýsingagjöf, þannig að allt verði eins tilbúið og kostur er áður en sumarumferð ferðamanna hefst.