Fara í efni

Bæjarstjórn

176. fundur
9. apríl 2015 kl. 16:00 - 00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Forseti bæjarstjórnar
Eiður Ragnarsson Aðalmaður
Pálína Margeirsdóttir Aðalmaður
Elvar Jónsson Aðalmaður
Eydís Ásbjörnsdóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Jens Garðar Helgason Aðalmaður
Valdimar O Hermannsson Aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir Varamaður
Gunnar Jónsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 421
Málsnúmer 1503010F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Jens Garðar Helgason, Páll Björgvin Guðmundsson, Valdimar O Hermannsson, Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 23. mars samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 422
Málsnúmer 1503015F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 31. mars staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 114
Málsnúmer 1503011F
Fundargerðir eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku: Eiður Ragnarsson, Páll Björgvin Guðmundsson, Jens Garðar Helgason.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 23. mars staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 115
Málsnúmer 1503014F
Fundargerðir eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 27. mars staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Menningar- og safnanefnd - 12
Málsnúmer 1503013F
Enginn tók til máls.
Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 26. mars staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Fundargerðir barnaverndarnefndar 2015
Málsnúmer 1501273
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 24. mars s.l. tekin til afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerð barnaverndarnefndar staðfest með 9 atkvæðum.
7.
740 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting á þéttbýlisuppdrætti fyrir Norðfjörð vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn
Málsnúmer 1411134
Forseti bæjarstjórnar fylgdi aðalskipulagstillögunni úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, þéttbýlisuppdráttur fyrir Norðfjörð, vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu dags. 23. febrúar 2015. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
8.
740 Breyting á deiliskipulagi Naust 1 vegna landfyllingar við Norðfjarðarhöfn
Málsnúmer 1502131
Forseti bæjarstjórnar fylgdi deiliskipulagstillögunni úr hlaði.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni. Tillagan er sett fram á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu, dags. 23. febrúar 2015 og felur meðal annars í sér landfyllingu með nýjum lóðum fyrir hafnsækna starfsemi. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
Aukafundur bæjarstjórnar. Tillaga forseta bæjarstjórnar um að aukafundur bæjarstjórnar verði haldinn miðvikudaginn 15.apríl n.k. sbr. tillögu bæjarráðs frá 422. fundi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aukafundur verði haldinn í bæjarstjórn 15. apríl n.k. þar sem ársreikningur fyrir Fjarðabyggð og stofnanir verður tekinn til fyrri umræðu. Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta með 9 atkvæðum.