Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Bæjarstjórn

323. fundur
2. desember 2021 kl. 16:00 - 16:30
í fjarfundi
Nefndarmenn
Eydís Ásbjörnsdóttir forseti bæjarstjórnar
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Magni Þór Harðarson varamaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson varamaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson embættismaður
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 734
Málsnúmer 2111011F
Til máls tóku: Sigurður Ólafsson, Eydís Ásbjörnsdóttir.
Fundargerð bæjarráð frá 22. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
2.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 301
Málsnúmer 2111012F
Fundargerð tekin á dagskrá með afbrigðum.
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 24 .nóvember staðfest með 8 atkvæðum. Kristinn Þór Jónasson situr hjá.
3.
Hafnarstjórn - 270
Málsnúmer 2111014F
Fundargerð tekin á dagskrá með afbrigðum.
Til máls tók Sigurður Ólafsson.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 22. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Félagsmálanefnd - 148
Málsnúmer 2111007F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 16. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2020 - 2040
Málsnúmer 1810136
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir endurskoðuðu aðalskipulagi Fjarðabyggðar við fyrri umræðu.
Vísað frá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020 til 2040. Auglýsingatíma vegna endurskoðaðs skipulagsins er lokið en athugasemdir bárust frá ellefu aðilum. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt að skipulagsgögnum verði breytt í samræmi við tillögu um breytingar frá auglýstri tillögu. Um er að ræða minniháttar breytingar og lagfæringar sem ekki eiga við meginatriði aðalskipulagsins.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 til seinni umræðu.
6.
Deiliskipulag Hlíðarenda - breyting, safnasvæði
Málsnúmer 2006072
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir auglýsingu breytingar á deiliskipulagi.
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar tillögu um að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu Hlíðarenda. Breyting fellst í að lóð Strandgötu 98a er breytt í samræmi við færslu hússins og lóð skilgreind fyrir þjónustu- og íbúðarhús. Lóð Strandgötu 98b er skipt upp í tvær lóðir; Strandgötu 98b og 98c. Strandgata 98b er skilgreind sem þjónustu- og íbúðarlóð. Strandgata 98c verður skilgreind sem lóð fyrir atvinnu- og þjónustu. Innan lóðarinnar verður gert ráð fyrir safnastarfsemi. Bílastæðum er fjölgað og útfærslu þeirra breytt. Áður áætluð landfylling er minnkuð.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda.
7.
Deiliskipulag Eskifjörður-Miðbær, breyting, Lambeyrarbraut, vistgata og ný lóð
Málsnúmer 2101072
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingu á deiliskipulagi.
Vísað frá eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd til afgreiðslu bæjarstjórnar að nýju tillögu að breytingu á deiliskipulaginu Eskifjörður-miðbær. Fjórar athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 22. nóvember 2021. Umsagnir frá Veðurstofu, Lögreglunni, Minjastofnun Íslands og HAUST liggja fyrir án athugasemda. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tók skipulagið að nýju til formlegrar afgreiðslu að fengnum úrskurði úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi úr gildi staðfestingu bæjarstjórnar Fjarðabyggðar frá 6. maí 2021 á breytingu á deiliskipulaginu. Málsferð skipulagstillögunnar er endurupptekin frá þeim tíma að frestur til athugasemda var liðinn.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 8 atkvæðum breytingar á deiliskipulaginu Eskifjörður - miðbær. Kristinn Þór Jónasson situr hjá.

8.
Lán Ofanflóðasjóðs 2021
Málsnúmer 2104092
Bæjarstjóri mælti fyrir lántöku.
Framlagt skuldabréf Ofanflóðasjóðs að fjárhæð 86,6 m.kr. í framhaldi af umsókn sem samþykkt var í bæjarráði 22. nóvember sl.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum lántöku að fjárhæð 86,6 milljónir kr. og felur bæjarstjóra undirritun lánsskjala.