Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Bæjarstjórn

325. fundur
20. janúar 2022 kl. 16:00 - 17:05
í fjarfundi
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson varamaður
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri
Pálína Margeirsdóttir aðalmaður
Sigurður Ólafsson aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Bæjarráð - 737
Málsnúmer 2112014F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð bæjarráðs frá 22.desember samþykkt með 9 atkvæðum.
2.
Bæjarráð - 738
Málsnúmer 2112016F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Sigurður Ólafsson, Jón Björn Hákonarson og Magni Þór Harðarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 3.janúar samþykkt með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 739
Málsnúmer 2201001F
Fundargerðir bæjarráðs teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Sigurður Ólafsson, Jón Björn Hákonarson og Magni Þór Harðarson.
Fundargerð bæjarráðs frá 17.janúar samþykkt með 9 atkvæðum.
4.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 303
Málsnúmer 2201003F
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.janúar samþykkt með 9 atkvæðum.
5.
Hafnarstjórn - 272
Málsnúmer 2112013F
Enginn tók til máls.
Fundargerð hafnarstjórnar frá 21.desember, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.
Fræðslunefnd - 106
Málsnúmer 2201005F
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar frá 12.janúar samþykkt með 9 atkvæðum.
7.
Íþrótta- og tómstundanefnd - 95
Málsnúmer 2112012F
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 22.desember, samþykkt með 9 atkvæðum.
8.
Félagsmálanefnd - 149
Málsnúmer 2201004F
Enginn tók til máls.
Fundargerð félagsmálanefndar frá 11.janúar, samþykkt með 9 atkvæðum.
9.
Fjárhagsáætlun 2021 - viðauki 3
Málsnúmer 2201076
Bæjarstjóri mælti fyrir viðauka nr. 3. Lögð fram tillaga fjármálastjóra að 3ja viðauka við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021. Viðaukinn varðar millifærslur fjármuna og leiðréttingar á innri leigu. Bæjarráð hefur samþykkt viðauka nr. 3 og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Viðauki 3 við fjárhagsáætlun ársins 2021 felur í sér breytingar á áætlunum vegna úthlutun á veikindalaunapotti, ráðstöfun á óráðstöfuðu fé bæjarráðs leiðréttingar á innri leigu og námsstyrkjum.
Leiðréttingar eru gerðar á innri leigu milli Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Félagslegra íbúða. Tekjur af innri leigu lækka nettó um 13,7 m.kr. og niðurstaða A hluta um sömu upphæð, breytingin hefur engin áhrif á sjóðsstreymi Fjarðabyggðar.
Aðrar breytingar í viðaukanum varðar millifærslur og hefur engin áhrif á eigið fé eða sjóðsstöðu Fjarðabyggðar.
Samandregin hafa þessar breytingar engin áhrif á rekstrarniðurstöðu A hluta eða samstæðuna í heild nema að tekjur Eignasjóðs lækka um 13,7 milljónir króna og þar með A hluta og samstæðunnar í heild um sömu upphæð. Að öðru leyti er einungis um tilfærslur á milli málaflokka og deilda innan A hluta.
Sjóðsstaða í lok árs verður neikvæð um 173 m.kr.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn staðfestir með 9 atkvæðum viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins 2021.
10.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - endurskoðun 2021 - Nýjar leiðbeiningar og fyrirmyndir að samþykkt um stjórn sveitarfélaga í október 2021
Málsnúmer 2110020
Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingum á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar við síðari umræðu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
11.
Samþykkt um hunda- og kattahald - endurskoðun 2021
Málsnúmer 2110088
Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar mælti fyrir breytingum á samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald við síðari umræðu.
Til máls tóku Magni Þór Harðarson og Jón Björn Hákonarson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum samþykkt um hunda- og kattahald og annað gæludýrahald.
12.
Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2022
Málsnúmer 2201053
Bæjarstjóri mælti fyrir tillögu um húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur að innleiðingu að samræmdri gerð húsnæðisáætlana. Um er að ræða fyrstu útgáfu að slíkri húsnæðisáætlun fyrir Fjarðabyggð. Áætlunin verður endurnýjuð árlega.
Enginn tók til máls
Bæjarstjórn samþykkir Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2022 með 9 atkvæðum.
13.
Aðalfundur Héraðsskjalasafn Austfirðinga bs. 2021
Málsnúmer 2111170
Fyrsti varaforseti bæjarstjórnar mælti fyrir endurskoðuðum stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga við síðari umræðu.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum uppfærðan stofnsamning Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
14.
Auglýsing - Undanþága verkfallsréttar
Málsnúmer 2112055
Bæjarstjóri mælti fyrir uppfærðum lista starfa sem undanþegin eru verkfallsrétti sbr. 19. gr. laga 94/1986. Samráðsferli með hlutaðeigandi stéttarfélögum er lokið og er listinn lagður fram til afgreiðslu. Bæjarráð hefur samþykkt listann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir lista starfa sem undanþegin eru verkfallsrétti með 9 atkvæðum.