Bæjarstjórn
406. fundur
20. nóvember 2025
kl.
16:00
-
17:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
forseti bæjarstjórnar
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Birgir Jónsson
aðalmaður
Arndís Bára Pétursdóttir
varamaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir
1. varaforseti bæjarstjórnar
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Haraldur Líndal Haraldsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026 - síðari umræða
Bæjarstjóri mælti fyrir fjárhagsáætlun við síðari umræðu.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027 til 2029 lögð fram til síðari umræðna eftir umfjöllun í bæjarráði.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Stefán Þór Eysteinsson,
Bókun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun til 2029. Áætlunin byggir á sterkum rekstrarlegum forsendum og sýnir greinilega þann jákvæða viðsnúning sem orðið hefur í fjármálum sveitarfélagsins á síðustu misserum.
Ársreikningur 2024 markaði tímamót með bestu rekstrarniðurstöðu í sögu sveitarfélagsins. Samanlögð afkoma A- og B-hluta nam 1.077 milljónum króna og A-hlutinn skilaði jákvæðri niðurstöðu í fyrsta skipti í nokkur ár. Þessi árangur er ekki tilviljun heldur afleiðing skýrra forgangsröðunar, umbóta og aga í rekstri.
Fjárhagsáætlunin sem nú er til afgreiðslu endurspeglar áframhaldandi styrkingu rekstrarins. Gert er ráð fyrir:
- lækkandi skuldahlutfalli úr 116% árið 2022 niður í um 73% árið 2029,
- lækkuðu skuldaviðmiði úr 72% í árslok 2024 niður í 40% árið 2029,
- niðurgreiðslu langtímalána, þar sem heildarlán sveitarfélagsins lækka úr um 5,5 milljörðum niður í um 3,4 milljarða á tímabilinu,
- án þess að tekin séu ný langtímalán hjá lánastofnunum frá árinu 2024.
Þetta sýnir að reksturinn stendur betur undir fjárfestingum og að skuldir eru að verða léttari hluti miðað við tekjugrunn sveitarfélagsins. Á sama tíma er gert ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi í leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum, hafnarmálum og grunninnviðum samfélagsins. Verkefnum sem skipta lykilmáli fyrir framtíð Fjarðabyggðar.
Varfærni er þó leiðarstef í áætluninni. Tekjur eru hóflega áætlaðar, m.a. án þess að gera ráð fyrir aukningu þeirra vegna loðnuveiða árið 2026. Þrátt fyrir jákvæða þróun er ljóst að óvissa er í heimsmálum, sveiflur í atvinnulífi og möguleg ófyrirséð útgjöld kalla á að við höldum áfram á sömu braut. Lítið má út af bregða og mikilvægt er að halda áfram að gæta aðhalds, vanda til verka og forgangsraða verkefnum af ábyrgð. Sökum þess verður samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar sett á fjármálaregla til að tryggja eftirfylgni og viðbrögð við frávikum frá fjárhagsáætlun sem tryggja ábyrga fjármálastjórnun með reglulegri frávikagreiningu og innkaupamál sveitarfélagsins fara í heilstæða endurskoðun á komandi ári.
Samvinna og samstaða allra flokka í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunarinnar hefur skipt sköpum. Slík samstaða er lykill að áframhaldandi árangri og sterkri stöðu Fjarðabyggðar til framtíðar.
Bókun Fjarðalistans við seinni umræðu Fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar 2026
Fjarðalistinn vill í umræðu um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026-2029, minna á þann jákvæða grunn sem lagður var í rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum. Á tímabili sem einkenndist af verðbólgu, hækkandi fjármagnskostnaði og uppfærðum lífeyrisskuldbindingum tókst sveitarfélaginu engu að síður að ná mikilvægum árangri í rekstri, bæta stöðu sína og verja grunnþjónustu.
Undir stjórn Fjarðalistans og fyrri meirihluta var markvisst unnið að því að stilla reksturinn af, móta skýra forgangsröðun og tryggja öfluga þjónustu við íbúa. Sú vinna skilaði sér í stöðugleika í rekstri, lækkandi skuldahlutfalli og í markvissri uppbyggingu í kjörnum, meðal annars í leik- og grunnskólum og öðrum lykilinnviðum samfélagsins.
Áfram er þó aðkallandi viðhaldsþörf á mannvirkjum sveitarfélagsins og mikilvægt að viðhaldsáætlanir séu raunhæfar og að forgangsröðun sé skýr til að tryggja ábyrga nýtingu fjármuna. Á sama tíma er mikilvægt að árétta að sveitarfélagið stendur áfram frammi fyrir áskorunum og verkefnum sem krefjast festu og markvissum ákvörðunum sem byggja þarf á traustum gögnum.
Fjarðalistinn mun áfram leggja áherslu á að styrkja grunnþjónustu sveitarfélagsins og efla samfélagið með sérstakri áherslu á þjónustuþarfir barnafjölskyldna og eldra fólks. Breytingar í rekstri eða forgangsröðun mega ekki koma niður á þeim hópum sem síst mega við því og mikilvægt að vernda þjónustu viðkvæmra hópa samfélagsins.
Fjarðalistinn er stoltur af þeim árangri sem náðst hefur með aðgerðum og uppbyggingu fyrri ára og mun áfram leggja sitt að mörkum til að byggja upp öflugt og sanngjarnt sveitarfélag í samvinnu við íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027 til 2029.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027 til 2029 lögð fram til síðari umræðna eftir umfjöllun í bæjarráði.
Til máls tóku: Jón Björn Hákonarson, Stefán Þór Eysteinsson,
Bókun meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun til 2029. Áætlunin byggir á sterkum rekstrarlegum forsendum og sýnir greinilega þann jákvæða viðsnúning sem orðið hefur í fjármálum sveitarfélagsins á síðustu misserum.
Ársreikningur 2024 markaði tímamót með bestu rekstrarniðurstöðu í sögu sveitarfélagsins. Samanlögð afkoma A- og B-hluta nam 1.077 milljónum króna og A-hlutinn skilaði jákvæðri niðurstöðu í fyrsta skipti í nokkur ár. Þessi árangur er ekki tilviljun heldur afleiðing skýrra forgangsröðunar, umbóta og aga í rekstri.
Fjárhagsáætlunin sem nú er til afgreiðslu endurspeglar áframhaldandi styrkingu rekstrarins. Gert er ráð fyrir:
- lækkandi skuldahlutfalli úr 116% árið 2022 niður í um 73% árið 2029,
- lækkuðu skuldaviðmiði úr 72% í árslok 2024 niður í 40% árið 2029,
- niðurgreiðslu langtímalána, þar sem heildarlán sveitarfélagsins lækka úr um 5,5 milljörðum niður í um 3,4 milljarða á tímabilinu,
- án þess að tekin séu ný langtímalán hjá lánastofnunum frá árinu 2024.
Þetta sýnir að reksturinn stendur betur undir fjárfestingum og að skuldir eru að verða léttari hluti miðað við tekjugrunn sveitarfélagsins. Á sama tíma er gert ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu og viðhaldi í leik- og grunnskólum, íþróttamannvirkjum, hafnarmálum og grunninnviðum samfélagsins. Verkefnum sem skipta lykilmáli fyrir framtíð Fjarðabyggðar.
Varfærni er þó leiðarstef í áætluninni. Tekjur eru hóflega áætlaðar, m.a. án þess að gera ráð fyrir aukningu þeirra vegna loðnuveiða árið 2026. Þrátt fyrir jákvæða þróun er ljóst að óvissa er í heimsmálum, sveiflur í atvinnulífi og möguleg ófyrirséð útgjöld kalla á að við höldum áfram á sömu braut. Lítið má út af bregða og mikilvægt er að halda áfram að gæta aðhalds, vanda til verka og forgangsraða verkefnum af ábyrgð. Sökum þess verður samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar sett á fjármálaregla til að tryggja eftirfylgni og viðbrögð við frávikum frá fjárhagsáætlun sem tryggja ábyrga fjármálastjórnun með reglulegri frávikagreiningu og innkaupamál sveitarfélagsins fara í heilstæða endurskoðun á komandi ári.
Samvinna og samstaða allra flokka í bæjarstjórn við gerð fjárhagsáætlunarinnar hefur skipt sköpum. Slík samstaða er lykill að áframhaldandi árangri og sterkri stöðu Fjarðabyggðar til framtíðar.
Bókun Fjarðalistans við seinni umræðu Fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar 2026
Fjarðalistinn vill í umræðu um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2026-2029, minna á þann jákvæða grunn sem lagður var í rekstri sveitarfélagsins á undanförnum árum. Á tímabili sem einkenndist af verðbólgu, hækkandi fjármagnskostnaði og uppfærðum lífeyrisskuldbindingum tókst sveitarfélaginu engu að síður að ná mikilvægum árangri í rekstri, bæta stöðu sína og verja grunnþjónustu.
Undir stjórn Fjarðalistans og fyrri meirihluta var markvisst unnið að því að stilla reksturinn af, móta skýra forgangsröðun og tryggja öfluga þjónustu við íbúa. Sú vinna skilaði sér í stöðugleika í rekstri, lækkandi skuldahlutfalli og í markvissri uppbyggingu í kjörnum, meðal annars í leik- og grunnskólum og öðrum lykilinnviðum samfélagsins.
Áfram er þó aðkallandi viðhaldsþörf á mannvirkjum sveitarfélagsins og mikilvægt að viðhaldsáætlanir séu raunhæfar og að forgangsröðun sé skýr til að tryggja ábyrga nýtingu fjármuna. Á sama tíma er mikilvægt að árétta að sveitarfélagið stendur áfram frammi fyrir áskorunum og verkefnum sem krefjast festu og markvissum ákvörðunum sem byggja þarf á traustum gögnum.
Fjarðalistinn mun áfram leggja áherslu á að styrkja grunnþjónustu sveitarfélagsins og efla samfélagið með sérstakri áherslu á þjónustuþarfir barnafjölskyldna og eldra fólks. Breytingar í rekstri eða forgangsröðun mega ekki koma niður á þeim hópum sem síst mega við því og mikilvægt að vernda þjónustu viðkvæmra hópa samfélagsins.
Fjarðalistinn er stoltur af þeim árangri sem náðst hefur með aðgerðum og uppbyggingu fyrri ára og mun áfram leggja sitt að mörkum til að byggja upp öflugt og sanngjarnt sveitarfélag í samvinnu við íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027 til 2029.
2.
Bæjarráð - 919
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Til máls tóku Ragnar Sigurðsson og Stefán Þór Eysteinsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 11. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
Til máls tóku Ragnar Sigurðsson og Stefán Þór Eysteinsson.
Fundargerð bæjarráðs frá 11. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
3.
Bæjarráð - 920
Fundargerðir bæjarráðs teknar til umfjöllunar og afgreiðslu saman.
Fundargerð bæjarráðs frá 17. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð bæjarráðs frá 17. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
4.
Fjölskyldunefnd - 44
Enginn tók til máls.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 10. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 10. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
5.
Stjórn menningarstofu - 26
Til máls tók Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 11. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 11. nóvember staðfest með 9 atkvæðum.
6.
Gjaldskrá fasteignagjalda 2026
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir gjaldskrá.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar gjaldskrá fasteignagjalda árið 2026 eftir umfjöllun.
Fasteignaskattur A verði 0,400 % af húsmati og lóðarhlutamati
Fasteignaskattur B verði 1,32 % af húsmati og lóðarhlutamati
Fasteignaskattur C verði 1,65 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,70 % af lóðarhlutamati.
Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 3,00 % af lóðarhlutamati.
Vatnsgjald, fast gjald verði 5.179 kr. á hverja veitu og 424 kr. á hvern fermetra.
Fráveitugjald verði 0,3232 % af húsmati.
Gjald vegna meðhöndlunar úrgangs vegna íbúðarhúsnæðis verður samkvæmt sérstakri gjaldskrá og eru gjöld mismunandi eftir úrgangsflokki og stærð íláta. Jafnframt verður lagt á fast gjald til reksturs grenndar- og móttökustöðva á allar fasteignir sveitarfélagsins í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs. Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Fjöldi gjalddaga verði tíu, mánaðarlega frá 1. febrúar. Eindagi fasteignagjalda er síðasti virki dagur gjalddagamánaðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum gjaldskrá fasteignagjalda fyrir árið 2026 ásamt reglum um afslætti fasteignaskatta.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar gjaldskrá fasteignagjalda árið 2026 eftir umfjöllun.
Fasteignaskattur A verði 0,400 % af húsmati og lóðarhlutamati
Fasteignaskattur B verði 1,32 % af húsmati og lóðarhlutamati
Fasteignaskattur C verði 1,65 % af húsmati og lóðarhlutamati.
Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis verði 0,70 % af lóðarhlutamati.
Lóðarleiga atvinnuhúsnæðis verði 3,00 % af lóðarhlutamati.
Vatnsgjald, fast gjald verði 5.179 kr. á hverja veitu og 424 kr. á hvern fermetra.
Fráveitugjald verði 0,3232 % af húsmati.
Gjald vegna meðhöndlunar úrgangs vegna íbúðarhúsnæðis verður samkvæmt sérstakri gjaldskrá og eru gjöld mismunandi eftir úrgangsflokki og stærð íláta. Jafnframt verður lagt á fast gjald til reksturs grenndar- og móttökustöðva á allar fasteignir sveitarfélagsins í samræmi við lög um meðhöndlun úrgangs. Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Fjöldi gjalddaga verði tíu, mánaðarlega frá 1. febrúar. Eindagi fasteignagjalda er síðasti virki dagur gjalddagamánaðar.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum gjaldskrá fasteignagjalda fyrir árið 2026 ásamt reglum um afslætti fasteignaskatta.
7.
Fjármálareglur
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir reglum.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar drögum að fjármálareglum fyrir sveitarfélagið þar sem fjallað er um viðbrögð við frávikum frá fjárhagsáætlunum.
Enginn tók til máls.
Bæjarráð staðfestir með 9 atkvæðum fjármálareglur.
Vísað frá bæjarráði til staðfestingar bæjarstjórnar drögum að fjármálareglum fyrir sveitarfélagið þar sem fjallað er um viðbrögð við frávikum frá fjárhagsáætlunum.
Enginn tók til máls.
Bæjarráð staðfestir með 9 atkvæðum fjármálareglur.
8.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð 2025 - fyrri umræða
Forseti bæjarstjórnar mælti fyrir samþykkt.
Vísað frá bæjarráði til fyrri umræðu tillögu að endurskoðaðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa samþykk um meðhöndlun úrgangs til síðari umræðu í bæjarstjórn og frekari úrvinnslu í skipulags- og framkvæmdanefnd.
Vísað frá bæjarráði til fyrri umræðu tillögu að endurskoðaðri samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa samþykk um meðhöndlun úrgangs til síðari umræðu í bæjarstjórn og frekari úrvinnslu í skipulags- og framkvæmdanefnd.
9.
Fundaáætlun bæjarstjórnar
Forseti bæjarstjórn bar upp tillögu um að næsti bæjarstjórnarfundur verði fimmtudaginn 11. desember kl. 14:00 í Samkomuhúsi Stöðvarfjarðar og niður falli fundir bæjarstjórnar 4. og 18. desember.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta bæjarstjórnar samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu forseta bæjarstjórnar samhljóða.