Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
195. fundur
15. janúar 2018
kl.
16:00
-
00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir
embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
740 Landanaust 3 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Fjarðanets hf, dagsett 12. janúar 2018, þar sem sótt er um lóðina Landanaust 3 á Norðfirði undir atvinnuhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Landanausti 3 og vísar umsókninni til Hafnarstjórnar til umfjöllunar og bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni að Landanausti 3 og vísar umsókninni til Hafnarstjórnar til umfjöllunar og bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
2.
740 Þiljuvellir 27 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Höskuldar Björgúlfssonar, dagsett 9. janúar 2018, þar sem sótt er um leyfi til að breyta húsnæði hans að Þiljuvöllum 27 á Norðfirði að innan með því að fjarlægja þar burðarvegg. Aðalhönnuður er Gunnar Larsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
3.
740 Kirkjuból - kæra varðaðandi ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vegna stækkunar reits O5 á Kirkjubólseyrum
Lögð fram til kynningar, krafa ábúenda Kirkjubóls í Norðfirði, dagsett 4. janúar 2018, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um stöðvun fyrirhugaðra framkvæmda til bráðabirgða vegna skipulagsbreytinga í landi Kirkjubóls.
4.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna áfram að hönnun viðbyggingu við leikskólann Lyngholti og byggja á frumhönnun sem unnin var síðasta haust. Fyrst verði skoðað að nota Félagslund sem hluta af leikskólanum ásamt lóð og leggja fyrir nefndina að nýju.
5.
Ferilsprófun á jarðhitasvæðinu í Eskifirði
Kynning sviðsstjóra veitusviðs á skýrslu ÍSOR, Ferilprófun á jarðhitasvæðinu í Eskifirði.
6.
Beiðni um umsögn vegna tillögu að matsáætlun - 520.000 m3 efnistaka við Eyri í Reyðarfirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur engar athugasemdir við tillögu að matsáætlun Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar á 520.000 efnistöku við Eyri í Reyðarfirði. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að svara erindi Skipulagsstofnunar í samræmi við niðurstöður nefndarinnar.
7.
Efnistaka í landi Sléttu Reyðarfirði - beiðni um umsögn
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 20. desember 2017, þar sem fram kemur að stofnunin telji að fyrirhugð 45.000 m3 efnistaka í Sléttuá sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
8.
Erindi um að Fjarðabyggð verði tilraunasveitarfélag í stórátaki í loftslagsmálum með endurheimt votlendis
Um nokkurt skeið hefur hópur einstaklinga og stofnana unnið að því að undirbúa stórtæka endurheimt votlendis í verkefni sem gengur undir vinnuheitinu "Votlendisbankinn". Núverandi samstarfsaðilar verkefnisins eru m.a. París 1,5° áhugahópur um árangur í loftslagsmálum, Landgræðsla Íslands, Landbúnaðarháskólinn, Fuglavernd, Landvernd, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Þekkingarmiðlun, EFLA verkfræðistofa, Klappir og Auðlind náttúrusjóður. Óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til verkefnisins. Bæjarráð samþykkir að Fjarðabyggð taki þátt í verkefninu en nú þegar eru viðræður við Landgræðslu ríkisins um aðkomu að endurheimtu votlendis. Vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að hefja undirbúning að þátttöku Fjarðabyggðar í verkefninu og leggja fyrir nefndina að nýju
9.
Aukin framleiðsla á laxi í Reyðarfirði um 10.000 tonn - beiðni um umsögn á frummatsskýrslu
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur Umhverfisstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra, skipulags- og byggingarfulltrúa og framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna að hefja undirbúning að umsögn um skýrsluna og leggja fyrir nefndina.
10.
Tjaldsvæði í Fjarðabyggð 2018
Til kynningar og umsagnar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðan á tillögum að rekstri tjaldsvæða í Fjarðabyggð. Nefndin felur umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fyrir nefndina að nýju.