Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
226. fundur
25. febrúar 2019
kl.
16:00
-
17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Skapandi sumarstörf 2019
Lagt fram til kynningar minnisblað forstöðumanns menningarstofu Fjarðabyggðar, dagsett 21. febrúar 2019, vegna verkefnisins Fjölbreyttara sumarstarf í Fjarðabyggð. Skapandi sumarstörf er tækifæri fyrir fimm einstaklinga á aldrinum 16-25 ára sem hafa áhuga
á að nota krafta sína í 8-9 vikur yfir sumarið til listsköpunar í þágu sveitarfélagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur málið fyrir að nýju á næsta fundi.
á að nota krafta sína í 8-9 vikur yfir sumarið til listsköpunar í þágu sveitarfélagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur málið fyrir að nýju á næsta fundi.
2.
760 Sorplosun á Breiðdalsvík
Lagt fram minnisblað verkefnisstjóra umhverfismála, dagsett 12. febrúar 2019, vegna fjölda sorps- og flokkunartunna við heimili á Breiðdalsvík.
Verkefnastjóri umhverfismála leggur til að Breiðdalsvík fái græna tunnu eins og er annars staðar í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að fela verkefnastjóra umhverfismála að innleiða græna tunnu á Breiðdalsvík. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Verkefnastjóri umhverfismála leggur til að Breiðdalsvík fái græna tunnu eins og er annars staðar í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að fela verkefnastjóra umhverfismála að innleiða græna tunnu á Breiðdalsvík. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
3.
Stjórnkerfisnefnd
Kynntar stjórnkerfisbreytingar sem staðfestar voru á fundi bæjarstjórnar 21. febrúar síðastliðinn.
4.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Lögð fram að nýju drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022 til umfjöllunar í menningar- og nýsköpunarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd, hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd, landbúnaðarnefnd, ungmennaráð og safnanefnd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar drögum að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022 til umfjöllunar í menningar- og nýsköpunarnefnd, félagsmálanefnd, fræðslunefnd, hafnarstjórn, íþrótta- og tómstundanefnd, landbúnaðarnefnd, ungmennaráð og safnanefnd.
5.
Samningur við Villikattafélagið
Lagður fram til kynningar samningur sem gerður hefur við Villikattafélagið um að hlúa að villi- og vergangsköttum í landi Fjarðabyggðar og sporna við fjölgun þeirra.
6.
Efnistökusvæði í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 7. febrúar 2019, um áætlaða efnisþörf grjóts- og malarefnis næstu fjögur árin vegna fyrirhugaðra verkefna í sveitarfélaginu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að endurskoða skilgreind efnistökusvæði í sveitarfélaginu ásamt skoðun á opnun nýrra efnistökusvæða samhliða endurskoðun aðalskipulags.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að endurskoða skilgreind efnistökusvæði í sveitarfélaginu ásamt skoðun á opnun nýrra efnistökusvæða samhliða endurskoðun aðalskipulags.
7.
Refa- og minkaveiði 2019
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 19. febrúar 2019, um fyrirkomulag greiðslna fyrir refa -og minkaveiðar í samræmi við breytt fyrirkomulag veiðanna og umfjöllun á síðasta fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur umhverfisstjóra á fyrirkomulagi veiðanna og greiðslum því tengdu og felur henni að koma þeim til framkvæmda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur umhverfisstjóra á fyrirkomulagi veiðanna og greiðslum því tengdu og felur henni að koma þeim til framkvæmda.
8.
Garðsláttur
Lagðar fram til kynningar reglur félagsmálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að snjómokstri og garðslætti fyrir öryrkja- og ellilífeyrisþega í Fjarðabyggð.
9.
Leiðrétting á skráningu á fasteignum og lögheimilum í Fjarðabyggð
Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrár Íslands þar sem tilkynnt er að staðföng í húsaskrá verði samræmd fasteignaskrá.
10.
Landbúnaðarnefnd - 21
Samþykkt