Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

243. fundur
30. september 2019 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Varanleg lýsing í Lystigarði Neskaupstaðar og skemmdaverk.
Málsnúmer 1909083
Lagt fram bréf Helgu M. Steinsson formanns Kvenfélagsins Nönnu fh. félagsins vegna varanlegrar lýsingar í Lystigarði Neskaupstaðar og um skemmdarverk sem þar voru unnin, dagsett 14. september 2019. Skorað er á bæjaryfirvöld að koma fyrir lýsingu meðfram göngustíg garðsins svo notagildi aukist allt árið og til að koma í veg fyrir að skemmdarverk verði unnin. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu eigna- skipulags- og umhverfisnefndar frá bæjarráði. Einar Már Sigurðarson stýrir fundi en tekur ekki þátt í umræðu um erindið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs í samráði við umhverfisstjóra að skoða hvernig hægt er að koma á móts við óskir félagsins um lýsingu Lystigarðsins.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri sátu fundarliðinn
2.
Lystigarður Neskaupstaðar
Málsnúmer 1605142
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um úrbætur og aðgerðir í lystigarði Neskaupstaðar á komandi ári, dagsett 24. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur sem koma fram í minnisblaðinu og felur umhverfisstjóra að vinna þær áfram.
Anna Berg umhverfisstjóri sat fundarliðinn
3.
Lausaganga sauðfjár í Stöðvarfirði
Málsnúmer 1908051
Lagt fram bréf landeiganda Óseyrar í Stöðvarfirði varðandi lausagöngu fjár á jörðinni, lausagöngu fjár í Stöðvarfirði og lausagöngu fjár í Fjarðabyggð, dagsett 23. september 2019. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um girðingar og þátttöku kostnaðar, dagsett 25. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umfjöllunar landbúnaðarnefndar.
Anna Berg umhverfisstjóri sat fundarliðinn
4.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2019
Málsnúmer 1909098
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um tillögur að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2019, dagsett 27. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögurnar og felur umhverfisstjóra að ganga frá umsóknum.
Anna Berg umhverfisstjóri sat fundarliðinn
5.
Afréttarmál - Héraðsfé
Málsnúmer 1608075
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um ágangsfé á heimalöndum í Reyðarfirði og Eskifirði, dagsett 26. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umfjöllunar landbúnaðarnefndar.
Anna Berg umhverfisstjóri sat fundarliðinn
6.
Skrúðgarður Fáskrúðsfjarðar
Málsnúmer 1712016
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um Vigdísarstein við Skrúðgarð Fáskrúðsfjarðar, dagsett 27. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur að bættu aðgengi og lagfæringu svæðisins við Vigdísarstein og að gert verði ráð fyrir endurbótum á svæðinu 2020.
Anna Berg umhverfisstjóri sat fundarliðinn
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar fyrir B hluta stofnanir
Málsnúmer 1904131
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjóri framkvæmdasviðs fara yfir launa- og fjárhagsáætlanirnar í B hluta stofnunum fyrir árið 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir launa- og framkvæmdaáætlun og felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að áætlunargerðinni.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
8.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar í A hluta 2020
Málsnúmer 1904130
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og sviðsstjórar framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs fara yfir launa- og fjárhagsáætlanirnar í A hluta fyrir árið 2020. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna starfs- og fjárhagsáætlunar umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 25. september 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir launaáætlun og felur sviðsstjórum að vinna áfram að áætlunargerðinni.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
9.
Lambeyrarbraut 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 1909130
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hilmis Ásbjörnssonar, dagsett 25. september 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta burðarvegg innanhúss í íbúðarhúsi hans að Lambeyrarbraut 8 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
10.
750 Skólavegur 12 og 14 - Kæra vegna sólpalls og skjólveggs á lóðamörkum
Málsnúmer 1907106
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli
nr. 72/2019 er varðar kæru vegna byggingar sólpalls- og skjólveggjar við lóðarmörk Skólavegar 12 og 14 á Fáskrúðsfirði. Kærunni er vísað frá úrskurðarnefndinni.
11.
Vottun gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni
Málsnúmer 1909149
Lagt fram bréf Magnúsar Ásgrímssonar formanns Knattspyrnudeildar Leiknis, dagsett 27. september 2019, þar sem bent er á að áður en Íslandsmót í Inkasso deild karla hefst næsta vor þurfi að liggja fyrir vottun um að gervigrasið í Fjarðabyggðarhöllinni uppfylli kröfur til valla í flokki C.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020.