Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Fjölskyldunefnd

46. fundur
24. nóvember 2025 kl. 16:15 - 18:00
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Birgir Jónsson varaformaður
Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Líneik Anna Sævarsdóttir
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2025-2026
Málsnúmer 2511110
Skólanámskrá tónlistaskóla Fjarðabyggðar, fyrir skólaárið 2025-2026, lögð fram og henni fylgt eftir með stuttri kynningu skólastjórnanda.
2.
Erindi frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu þar sem óskað er eftir því að sveitarfélög samþykki sameiginlegt tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla vorið 2026.
Málsnúmer 2511144
Fjölskyldunefnd samþykkir sameiginlegt tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla vorið 2026, í samræmi við erindi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu dags. 17. nóvember 2025.

Þá fagnar nefndin því að nemendagrunnurinn verði tekinn í notkun um næstu áramót.
3.
Niðurstöður Skólapúlsins 2025
Málsnúmer 2511147
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu kynnti niðurstöður úr Skólapúlsi grunnskólanna í Fjarðabyggð frá vori og hausti 2025. Unnið er með niðurstöður könnunarinnar innan hvers skóla, eins og gert verður grein fyrir í umbótaáætlun hvers skóla. Niðurstöður úr nemendakönnun í 6.-10.b., ásamt umbótaáætlun verða birtar á heimasíðum skólanna.
4.
Frumvarp til nýrra heildarlaga um barnavernd
Málsnúmer 2511141
Drög að nýju frumvarpi til laga um barnavernd kynnt fyrir fjölskyldunefnd.
5.
Sískráningar til Barnarverndarstofu og árleg skýrsla
Málsnúmer 2003044
Stjórnandi fer yfir sískráningu í barnavernd og þróun mála.
6.
Uppbygging padelvallar á Reyðarfirði
Málsnúmer 2510020
Vísað frá bæjarráð til fjölskyldunefndar erindi rá Helgu Rún Jóhannsdóttur um gerð Padel vallar í eldri íþróttasalnum í íþróttahúsinu á Reyðarfirði.
7.
Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ
Málsnúmer 2511099
Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ til sveitarfélaga um að efla enn frekar lýðheilsu. lögð fram til kynningar. Fjölskyldunefnd fagnar hvatningunni.
7.
Sterkur Stöðvarfjörður - beiðni um lengingu opnunartíma sundlaug Stöðvarfjarðar
Málsnúmer 2310110
Sviðstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað um samvinnu um opnunartíma sundlauga á Fáskrúðs- og Stöðvarfirði. Nefndin leggur til þá breytingu frá því sem fram kemur í minnisblaðinu að opna sundlaugina á Fáskrúðsfirði fyrr eða kl: 15:00-20:00 á föstudögum. Sviðstjóra falið að koma breytingunum á framfæri til íbúasamtaka Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.
9.
Öldungaráð - 21
Málsnúmer 2511008F
Fundagerð öldungaráðs lögð fyrir fjölskyldunefnd til samþykktar
10.
Fjölmenningarráð - 4
Málsnúmer 2510022F
Fundagerð fjölmenningaráðs lögð fyrir fjölskyldunefnd til samþykktar