Fjölskyldunefnd
47. fundur
1. desember 2025
kl.
16:00
-
18:24
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Birgir Jónsson
varaformaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson
aðalmaður
Sigurjón Rúnarsson
varamaður
Helga Rakel Arnardóttir
varamaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir
embættismaður
Líneik Anna Sævarsdóttir
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir
sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Starfsáætlanir og skólanámskrár 2025-2026
Starfsáætlanir eftirtalinna: leikskólans Lyngholts, leikskólans Dalborgar, leikskólans Eyrarvalla og Grunnskóla Reyðarfjarðar, fyrir skólaárið 2025-2026 lagðar fram og þeim fylgt eftir með stuttri kynningu skólastjórnenda.
2.
Til fjölskyldunefndar Afsláttur af tónskólagjöldum.
Erindi til fjölskyldunefndar um afslátt af tónskólagjöldum til eldri borgara. Fjölskyldunefnd telur ekki ástæðu til þess að veita afslátt af tónskólagjöldum til eldri borgara að svo stöddu og felur sviðstjóra að svara erindinu.
3.
Umsókn um styrk vegna Norræna menningarhátíð heyrnarlausra
Umsókn um styrk vegna Norrænnar menningarhátíðar heyrnarlausra lögð fram. Fjölskyldunefnd getur því miður ekki styrkt þetta verðuga málefni að þessu sinni.
4.
Firmakeppni í hraðskák 2025
Beiðni frá Skáksambandi Austurlands var kynnt. Því miður getur Fjarðabyggð ekki orðið við styrkbeiðninni að þessu sinni.