Fara í efni

Fjölskyldunefnd

49. fundur
19. janúar 2026 kl. 16:15 - 18:36
í Búðareyri 2 fundarherbergi 2
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson formaður
Birgir Jónsson varaformaður
Helga Rakel Arnardóttir aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður
Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður
Starfsmenn
Laufey Þórðardóttir embættismaður
Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir
Líneik Anna Sævarsdóttir
Magnús Árni Gunnarsson
Fundargerð ritaði:
Laufey Þórðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá
1.
Sískráningar til Barnarverndarstofu og árleg skýrsla
Málsnúmer 2003044
Stjórnandi félagsþjónustu og barnaverndar kynnir sískráningu til Barna- og fjölskyldustofu fyrir nóvember og desember 2025 og fer yfir þróun mála.
2.
Málefni fatlaðra - Lyftusjóður
Málsnúmer 2601082
Kynnt drög að reglugerð jöfnunarsjóðs sem heimilar Fasteignasjóði að úthluta framlagi vegna kaupa og uppsetninga á lyftu í húsnæði í eigu sveitarfélaga eða þar sem um er að ræða byggingar í eigu annarra aðila en sveitarfélaga þar sem um samvinnuverkefni sveitarfélaga og einkaaðila er að ræða. Þar nemur framlag Fasteignasjóðs allt að 50%. Einnig er lögð fram hækkun á heimiluðum fermetrakostnaði við byggingu.
3.
Skólahreysti í 20 ár - ósk um styrk
Málsnúmer 2512054
Fjölskyldunefnd Fjarðabyggðar getur ekki orðið við beiðni um styrk að þessu sinni.
4.
Ósamræmi í gjaldskrám Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2512132
Fjölskyldunefnd tekur vel í erindið. Samræming hefur þegar átt sér stað varðandi systkinaafslátt leikskóla og frístundar. Fjölskyldunefnd felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að vinna tillögu að gjaldskrá frístundaheimila til samræmingar tekjuafsláttar.
5.
Verkefni með skólasamfélaginu við Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla
Málsnúmer 2601101
Fjölskyldunefnd samþykkir að farið verði í verkefnið og leitað til Ásgarðs skólaráðgjafar sem sveitarfélagið er nú þegar með samning við. Þegar niðurstaða greiningarinnar liggur fyrir verði hún lögð fyrir fjölskyldunefnd.
6.
Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og samtakanna´78
Málsnúmer 2510156
Fjölskyldunefnd samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til afgreiðslu.
7.
Íþróttahús Reyðarfjarðar: aðstaða og áhöld
Málsnúmer 2601100
Sviðstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað um aðstöðu og áhöld tengd íþróttahúsi Reyðafjarðar sem þarf að laga til að húsið nýtist sem best. Málinu vísað áfram til skipulags og framkvæmdanefndar.
8.
Fundaáætlun fjölskyldunefndar vor 2026
Málsnúmer 2511140
Fjölskyldunefnd fór yfir drög að fundaáætlun fjölskyldunnefndar fyrir fyrri hluta ársins 2026.
9.
Afsláttarkjör fyrir lögreglu í sundlaugar og líkamsræktir Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2601044
Fjölskyldunefnd felur stjórnanda íþrótta- og frístundamála að ræða við bréfritara.
10.
Umsókn Lífsbrunnar að frístundastyrkjum Fjarðabyggðar
Málsnúmer 2601052
Fjölskyldunefnd samþykkir að Lífsbrunnur geti tekið við frístundastyrk Fjarðabyggðar vegna félagsfærninámskeiða, enda uppfylli starfsemin markmið reglna Fjarðabyggðar um frístundastyrk til barna og unglinga og öll form- og framkvæmdarskilyrði reglnanna, þar á meðal skráningu og uppgjör í Abler. Samþykkið byggir á því að frístundastyrkurinn styðji þátttöku barna og unglinga í uppbyggilegu frístundastarfi og efli félagsþátttöku. Stjórnanda íþrótta og frístundamála er falið að ganga frá samstarfi og framkvæmd í samræmi við reglurnar.

11.
Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum - reglur og verkferlar (endurskoðun)
Málsnúmer 2601063
Fjölskyldunefnd samþykkir uppfærð drög að reglum Fjarðabyggðar um úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum til skóla, íþróttafélaga og almennings, ásamt tilheyrandi verkferlum. Reglurnar taka gildi við birtingu og verður innleiðingu þeirra fylgt eftir af stjórnanda íþrótta og frístundamála í samráði við forstöðumenn íþróttamannvirkja.

11.
Vallavinnusamningur 2026
Málsnúmer 2601098
Fjölskyldunefnd felur stjórnanda íþrótta- og frístundamála að uppfæra samninginn í samræmi við umræður á fundinum. Lagt fyrir að nýju á næsta fundi.

Helga Rakel Arnardóttir vék af fundi undir þessum lið.
12.
Fjölmenningarráð - 5
Málsnúmer 2512012F
Fundagerð fjölmenningaráð lögð fyrir fjölskyldunefnd.