Fræðslunefnd
57. fundur
15. ágúst 2018
kl.
16:30
-
18:53
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson
formaður
Ingólfur Finnsson
varaformaður
Birta Sæmundsdóttir
aðalmaður
Aðalbjörg Guðbrandsdóttir
aðalmaður
Jóhanna Sigfúsdóttir
aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Þóroddur Helgason
embættismaður
Bryndís Guðmundsdóttir
Áheyrnarfulltrúi
Birgir Jónsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason
Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Snjallsímanotkun í grunnskólum Fjarðabyggðar
Á síðasta fundi fræðslunefndar var óskað eftir umsögnum frá Skólaskrifstofu Austurlands og skólastjórum grunnskólanna í Fjarðabyggð og hafa þær borist og einnig hefur borist álit persónuverndarfulltrúa Fjarðabyggðar. Fræðslunefnd fór yfir aðsend gögn og ræddi kosti og galla við bann á snjallsímanotkun skóla. Fræðslunefnd frestar ákvörðun til næsta fundar nefndarinnar sem verður að viku liðinni.
2.
Reglur um samskipti trúfélaga og skóla í Fjarðabyggð
Vegna sameiningar sveitarfélaganna Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar er verið að endurskoða reglur sveitarfélaganna. Reglur um samskipti trúfélaga og skóla eru þar á meðal. Fræðslunefnd leggur til að gildandi reglur Fjarðabyggðar verði samþykktar óbreyttar.
3.
Fundaáætlun fræðslunefndar haustið 2018
Tekin voru til umræðu drög að fundaáætlun fræðslunefndar fyrir haustið 2018. Fundaáætlunin fyrir haustið 2018 var samþykkt eftir umræður í nefndinni.
4.
Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að setja af stað mótun mennastefnu til 2030. Í bréfi til sveitarfélaga segir að "Ný menntastefna mun ávarpa og setja í forgang þær miklu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í mennta- og velferðarmálum og hafa heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun til hliðsjónar. Leiðarljós nýrrar menntastefnu á öllum skólastigum verður gæðamenntun fyrir alla. Eitt af markmiðum nýrrar menntastefnu verður að tryggja að allir í skólasamfélaginu líti á skólastarf án aðgreiningar sem grundvöll gæðamenntunar fyrir alla nemendur í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar." Ráðuneytið boðar með bréfi til sveitarfélaga til 23 fræðslu- og umræðufunda um allt land um menntun fyrir alla, sem lið í mótun nýrrar menntastefnu. Fundað verður í Fjarðabyggð, nánar tiltekið á Reyðarfirði, 23. október. Tveir fundir verða haldnir á hverjum stað, hvor fyrir sinn markhóp. Fyrri fundurinn verður með forsvarsmönnum sveitarfélaga og ábyrgðaraðilum málaflokka mennta-,velferðar- og heilbrigðismála ásamt fulltrúum aðila í stýrihópi. Fundartími er kl. 10:00 - 12:00. Seinni fundurinn verður með fulltrúum kennara og frístundafólks, stjórnendum leik-, grunn- og framhaldsskóla, fulltrúum foreldra, skóla- og félagsþjónustu og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu- og frístundamála í heimabyggð. Fundartími er kl. 13:00 - 16:00. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með framtakið og hvetur þá sem málið varðar til að mæta.
5.
Reglur um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi í Fjarðabyggð
Tekin voru til umræðu drög að reglum um kynningar, auglýsingar og gjafir í skóla- og frístundastarfi í Fjarðabyggð. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum og vísar málinu til umræðu í íþrótta- og tómstundanefnd og bæjarráði.
6.
Viðbyggingaþörf við leikskóla á Eskifirði og Reyðarfirði
Fyrir liggur minnisblað frá fræðslustjóra og sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs um viðbyggingaþörf við leikskólana á Eskifirði og Reyðarfirði. Í minnisblaðinu kemur fram að frumhönnun er lokið við viðbyggingu Lyngholts á Reyðarfirði og útboð væntanlegt í lok ágúst á fyrsta áfanga. Fyrstu drög að frumhönnun viðbyggingar við Dalborg á Eskifirði hafa verið lögð fyrir skólastjórnendur og forsvarsmenn Fjarðabyggðar. Í minnisblaðinu er lagt til að frumhönnun viðbyggingar við Dalborg verði lokið á haustmánuðum 2018 og unnið að útboðsgögnum fyrir viðbyggingu við Lyngholt og Dalborg í ársbyrjun 2019. Í minnisblaðinu er einnig farið yfir fjölda í leikskólaárgöngum á Eskifirði og Reyðarfirði og horfur næstu misserin. Fræðslunefnd fjallaði um málið og vísar því til frekari umræðu í fræðslunefnd og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu haustsins.
7.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2019
Til umræðu var starfsáætlun 2018 og 6 mánaða staða fjárhagsáætlunar í fræðslumálum. Rætt var um vinnu varðandi fjárhags- og starfsáætlun 2019 og breytingar á nemendafjölda milli ára. Rætt var um mönnun í skólum Fjarðabyggðar, en þessa dagana er verið að ljúka ráðningum fyrir skólaárið 2018-2019. Starfsemi getur hafist á tilskyldum tíma í öllum skólum Fjarðabyggðar.