Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Fræðslunefnd

72. fundur
21. ágúst 2019 kl. 16:30 - 17:45
í Molanum fundarherbergi 1 og 2
Nefndarmenn
Sigurður Ólafsson formaður
Birta Sæmundsdóttir aðalmaður
Sævar Örn Arngrímsson aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður
Alma Sigurbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Bryndís Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
Þóroddur Helgason embættismaður
Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:
Þóroddur Helgason Fræðslustjóri
Dagskrá
1.
Könnun á tómstundariðkun barna í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1906023
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kannaði vorið 2019 tómstundaiðkun barna í 5.-10. bekk grunnskólanna í Fjarðabyggð. Frumniðurstöðum er vísað til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd, fræðslunefnd, félagsmálanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með framtakið. Lagt fram til kynningar.
2.
Undirskriftarlisti vegna frestunar á stækkun húsnæðis skólans
Málsnúmer 1906040
Framlagt bréf Foreldrafélags Leikskólans Dalborgar á Eskifirði frá 11.mars sl. auk undirskriftarlista íbúa á Eskfirði, er varðar viðbyggingu við leikskólann. Bæjarráð vísar erindi til kynningar í fræðslunefnd og eigna- skipulags- og umhverfisnefnd. Erindi jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2020. Fræðslustjóri fór yfir nemendafjölda skólans nú í byrjun á nýju skólaári og húsnæðismál skólans. Fræðslunefnd leggur áherslu á að vinnu við hönnun viðbyggingar við skólann verði flýtt sem kostur er svo hefja megi framkvæmdir sem fyrst.
3.
Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2018 og 2019
Málsnúmer 1808065
Umfjöllun um verkefnasamning vegna stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði. Samning þarf að gera um tilraunaverkefni um byggðaþróun á sviði menningar, menntunar og atvinnusköpunar milli Fjarðabyggðar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Bæjarráð samþykkir að hækka framlag sveitarfélagsins sem hlutfall af heildarframlagi til samræmis við samkomulag um fjárveitingu ríkis og því verði dreift til næstu þriggja ára. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar. Forstöðumanni menningarstofu er falið að vinna drög að samstarfssamningi milli Sköpunarmiðstöðvar og Fjarðabyggðar og leggja fyrir menningar- og nýsköpunarnefnd og fræðslunefnd. Lagt fram til kynningar.
4.
Samningur um skólaakstur í Breiðdal
Málsnúmer 1808108
Beiðni Hlíðars Péturssonar um heimild til að nota bílinn GEB70 við skólaakstur í Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Fræðslunefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.
5.
Göngum í skólann 2019
Málsnúmer 1908041
Fyrir liggur bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands þar sem vakin er athygli á verkefninu Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) sem verður sett í tólfta sinn 4. september næstkomandi og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Í bréfinu er óskað eftir liðsinni sveitarfélaga til að hvetja alla skóla innan sveitarfélagsins til þátttöku og auðvelda foreldrum og börnum að velja virkan ferðamáta. Fræðslunefnd tekur vel í erindið og hvetur skólastjórnendur, starfsfólk og foreldra til þátttöku.
6.
Sundlaug Íþróttamiðstöðvar Reyðarfjarðar
Málsnúmer 1908022
Framlagt minnisblað um framkvæmd sundkennslu á Reyðarfirði og ástand sundlaugar íþróttahússins. Bæjarráð hefur tekið málið fyrir og afgreitt það með því að fela framkvæmdasviði að fá fagaðila til að greina betur raunkostnað og framkvæmd við viðgerð á sundlaug íþróttahússins á Reyðarfirði. Jafnframt er fræðslustjóra, í samráði við skólastjórnendur, falið að finna lausn á sundkennslu fyrir nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar, ef ekki tekst að koma sundlauginni í nothæft ástand á komandi haustönn 2019. Lagt fram til kynningar.
7.
TALIS skýrsla Starfshættir og viðhorf kennara og skólastjóra á unglingastigi grunnskóla
Málsnúmer 1906094
Fyrir liggur TALIS skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD, en alls taka 48 þjóðir þátt í rannsókninni. Í rannsókninni eru kennarar og skólastjórar á unglingastigi grunnskóla spurðir um kennsluhætti, skólastarfið, starfskjör, eftirspurn eftir þjálfun og margt fleira. Á Íslandi voru allir skólastjórar og kennarar á unglingastigi í úrtaki rannsóknarinnar og var svörunin um 75%. Menntamálastofnun hefur tekið saman sérstaka skýrslu úr gögnum TALIS-rannsóknarinnar, þar sem fjallað er um helstu niðurstöður fyrir íslenskt skólakerfi og þær bornar saman við niðurstöður annarra þátttökuríkja, ekki síst hinna Norðurlandanna.
Meðal þess sem einkennir unglingastig grunnskóla hérlendis í rannsókn Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) á 48 löndum er:
Vaxandi eftirspurn er eftir þjálfun í kennslu nemenda með fjölmenningarlegan bakgrunn.
Íslenskir kennarar og skólastjórar taka meiri þátt í starfsþróunarverkefnum en í samanburðarlöndum.
Agamál eru stærra viðfangsefni í íslensku skólakerfi en gerist í samanburðarlöndum.
Íslenskir kennarar eru óánægðari með sín laun en gerist í samanburðarlöndum, en í heildina eru 93% þeirra sáttir við starf sitt.
Auk ofangreindra niðurstaðna kemur m.a. fram að íslenskir kennarar telja sig betur undirbúna undir kennslu í þverfaglegri hæfni, þeir kenna að jafnaði um einni klukkustund meira í hverri viku, að stærð bekkja / kennsluhópa er í við minni en á hinum Norðurlöndunum og að íslenskir kennarar telja mjög mikilvægt að auka stuðning við nemendur af erlendum uppruna.
Lagt fram til kynningar.
8.
Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808078
Rætt var hvernig best yrði staðið að kynning á Fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar, sem samþykkt var í sumar. Verið er að vinna að gerð bæklinga og gert er ráð fyrir kynningu á stefnunni í kjölfar útgáfu þeirra.