Fara í efni

Hafnarstjórn

120. fundur
8. ágúst 2013 kl. 17:00 - 19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Guðmundur Þorgrímsson Formaður
Sævar Guðjónsson Varaformaður
Ævar Ármannsson Aðalmaður
Óskar Þór Hallgrímsson Aðalmaður
Árni Þórhallur Helgason Varamaður
Steinþór Pétursson Embættismaður
Starfsmenn
Fundargerð ritaði:
Steinþór Pétursson Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna
Dagskrá
1.
Fundargerðir CI á árinu 2013
Málsnúmer 1303014
Fundargerð stjórnar Cruise Iceland dags. 2. júlí 2013.
Hafnarstjórn ákvað að nýta sameiginleganstarfsmann Cruise Iceland á sýningunni.
Hafnarstjórn ákvað einnig að nýta sé ferð fulltrúa Íslandsstofu á Road show í haust
Að öðru leiti er fundargerðin kynnt.
2.
Kaup á Strandgötu 7, Reyðarfirði - Trúnaðarmál
Málsnúmer 1303116
Vísað til afgreiðslu hafnarstjórnar frá bæjarráði máli varðandi kaup á húseigninni að Strandgötu 7 á Reyðarfirði. Í meðfylgjandi minnisblaði má sjá aðdraganda málsins. Hafnarstjórn hafnar kaupum á húseigninni fyrir sitt leiti.
3.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Málsnúmer 1301313
Bréf frá Trévangi ódagsett en móttekið 17. júli 2013 þar sem líst er yfir óánægju með vinnubrögð hafnarstjórnar í máli er snýr að verðkönnun vegna löndunarbryggju fyrir smábáta á Norðfirði. Framkvæmdastjóri kynnti drög að svari við erindinu. Hafnarstjórn samþykkir drögin með áorðnum breytingum.
4.
Norðfjörður - Löndunaraðstaða smábáta
Málsnúmer 1301313
Kynntar niðurstöður úr viðræðum við Guðmund Guðlaugsson bryggjusmið um að taka að sér smíði löndunarbryggju fyrir smábáta á Norðfirði. Hafnarstjórn samþykkir að framkvæmdastjóri gangi frá samningi til undirritunar við Guðmund Guðlaugsson.
5.
Smábátahöfn Stöðvarfirði - Umhverfisfrágangur
Málsnúmer 1211017
Umfjöllun um umhverfisfrágang á Stöðvarfirði. Hafnarstjórn leggur til að útboðsmörk verði þau sömu og hönnunarmörk voru og óskar eftir aðkomu sveitarsjóðs að skiptingu á kostnaði.
6.
Mjóeyrarhöfn 2.áfangi - stækkun
Málsnúmer 1210091
Lögð fram drög að greinargerð frá Siglingastofnun vegna 2. áfanga Mjóeyrarhafnar. Kynnt.
Gerð var fyrirspurn um nokkur mál varðandi Eskifjörð, uppsátur göngustíg og fleira. Gerð verður grein fyrir málinu á næsta fundi.