Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Hafnarstjórn

214. fundur
21. febrúar 2019 kl. 14:00 - 15:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varaformaður
Kamma Dögg Gísladóttir aðalmaður
Sævar Guðjónsson aðalmaður
Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
Dagskrá
1.
Togarabryggja, Norðfjörður endurbygging 2019
Málsnúmer 1902152
Framlögð gögn vegna útboðs á verkinu "Togarabryggja, Norðfjörður endurbygging 2019."
Hafnarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum gögn útboðs og að verkið verði sett í útboðsferli ásamt því að bæjarstjóra verði falið að fylgja útboðinu eftir. Fulltrúi sjálfstæðisflokksins greiðir atkvæði á móti.
Bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í hafnarstjórn Fjarðabyggðar.
Fulltrúi Sjálfstæðisfloksins í hafnarstjórn Fjarðabyggðar harmar þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við framkvæmd útboðs á endurbyggingu togarabryggjunnar í Neskaupstað.
Útboðið hefur þegar verið auglýst án þess að samþykki liggi fyrir í hafnarstjórn og bæjarstjórn. Þá hafði hafnarstjórn ekki fengið að sjá úboðsgögnin fyrr en í gær, miðvikudaginn 20. febrúar, rúmri viku eftir auglýsingu útboðs og afhendingu útboðsgagna. Þessi vinnubrögð eru ámælisverð og ekki í anda lýðræðislegra vinnubragða. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur samt gögn útboðsins fullnægjandi og gerir ekki athugasemdir við þau.
Í ljósi þessa greiðir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn afgreiðslu málsins.