Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Hafnarstjórn

287. fundur
7. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:00
í Fræðslumolanum Austurbrú
Nefndarmenn
Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður
Eydís Ásbjörnsdóttir varamaður
Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður
Ingi Steinn Freysteinsson varamaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023
Málsnúmer 2209172
Lögð fram drög að gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023. Hafnarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá samkvæmt umræðum á fundi og vísar henni til bæjarstjórnar.
2.
Breytingar á deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar
Málsnúmer 2010159
Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur áður samþykkt að senda tillöguna í auglýsingu.
3.
Stækkun Mjóeyrarhafnar - annar áfangi, umhverfismat
Málsnúmer 2204067
Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar vegna umhverfismatsskýrslu 2.áfanga Mjóeyrarhafnar
4.
Sjóvarnir við Egilsbraut 26, Neskaupstað
Málsnúmer 2210158
Lögð fram kostnaðargreining á gerð sjóvarnargarðs við Egilsbraut 22 og 26 í Neskaupstað. Hafnarstjórn felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við framlögð gögn og umræður á fundinum.
5.
Óhirt og munaðarlaus veiðarfæri
Málsnúmer 2210189
Lagt fram til kynningar erindi frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem óskað er eftir því að fulltrúar hafna snúi sér til samtakanna ef munaðarlaus veiðarfæri eru á þeirra umráðasvæði og fái aðstoð við að ráða úr þeim vanda. Erindið er sent á allar aðildarhafnir Hafnasambands Íslands.
6.
Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022
Málsnúmer 2202086
Lögð fram til kynningar fundargerð 446.fundar Hafnasambands Íslands
7.
Hafnasambandsþing 2022
Málsnúmer 2206091
Lagðar fram til kynningar ályktanir sem samþykktar voru á Hafnasambandsþingi sem haldið var í Ólafsvík 27.-28.október síðastliðinn.