Hafnarstjórn
332. fundur
1. desember 2025
kl.
16:00
-
17:15
í fjarfundi
Nefndarmenn
Heimir Snær Gylfason
formaður
Jón Björn Hákonarson
varaformaður
Bryngeir Ágúst Margeirsson
aðalmaður
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
aðalmaður
Einar Hafþór Heiðarsson
aðalmaður
Starfsmenn
Birgitta Rúnarsdóttir
embættismaður
Jóna Árný Þórðardóttir
bæjarstjóri
Svanur Freyr Árnason
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Birgitta Rúnarsdóttir
stjórnandi
Dagskrá
1.
Ástand stálþilsbryggja - Fjarðabyggðarhafnir
Lögð fram skýrsla frá Portum verkfræðistofu um ástand stálþilsbryggja í Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn felur stjórnanda og sviðsstjóra að vinna málið áfram.
2.
Úttekt á flotbryggjum - Fjarðabyggðarhafnir
Lögð fram samantekt úr úttektarskýrslum um ástand flotbryggja í Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn felur stjórnanda og sviðsstjóra að vinna málið áfram.
3.
Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lagt fram minnisblað frá COWI varðandi dýpkun við Frystihússbryggjuna á Eskifirði. Hafnarstjórn felur stjórnanda og sviðsstjóra að halda vinnu málsins áfram.
4.
Aðgangur tollyfirvalda að rafrænu eftirliti hafna
Lögð fram til kynningar gögn frá Hafnasambandi Íslands vegna nýlegrar lagabreytingar varðandi rafrænt eftirlit í höfnum og aðgang að því. Hafnarstjórn þakkar kynninguna.
5.
Viðhald og framkvæmdir í Safnahúsi Neskaupstað 2025-26
Framlagt minnisblað verkefnastjóra safna um nauðsynlegt viðhald á Safnahúsinu í Neskaupstað, en húsið er í eigu Fjarðabyggðarhafna. Hafnarstjórn felur stjórnanda og sviðsstjóra að fara yfir og skoða hvað falli undir almennt viðhald og hvað falli undir fjárfestingaáætlun.
6.
Cruise Europe ráðstefnan 2026
Lagðar fram og kynntar upplýsingar um ráðstefnu Cruise Europe sem haldin verður í Reykjavík í maí 27.-29.maí 2026.
7.
Fréttabréf Cruise Iceland 2025
Lagt fram til kynningar fréttabréf Cruise Iceland
8.
Varðandi afnám tollfrelsis skemmtiferðaskipa
Lagt fram til kynningar minnisblað frá LEX lögfræðistofu sem Hafnasamband Íslands lét vinna um tollfrelsi erlendra skemmtiferðaskipa.
9.
Umsögn vegna endurnýjunar hafnsögumannsskírteinis
Lögð fram til kynningar umsögn vegna umsóknar Ingva Rafns Guðmundssonar um endurnýjun hafnsögumannsskírteinis í Fjarðabyggðarhöfnum.