Menningar- og nýsköpunarnefnd
3. fundur
10. september 2018
kl.
17:00
-
19:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Magni Þór Harðarson
formaður
Jón Kristinn Arngrímsson
varaformaður
Elva Bára Indriðadóttir
aðalmaður
Kristinn Þór Jónasson
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnlaugur Sverrisson
embættismaður
Þórður Vilberg Guðmundsson
embættismaður
Valgeir Ægir Ingólfsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnlaugur Sverrisson
Dagskrá
1.
Stefnumótun vegna skemmtiferðaskipa 2018
Framkvæmdastjóri hafna og atvinnu- og þróunarstjori kynntu mat á stöðu og tækifærum tengdum komu skemmtiferðaskipa til Fjarðabyggðar. Hafnarstjórn óskar eftir afstöðu menningar- og nýsköpunarnefndar til málsins. Menningar- og nýsköpunarnefnd telur rétt að bíða eftir niðurstöðum frá vinnufundi hagsmunaaðila og eins telur nefndin vanta betri upplýsingar um mengun skipanna í umhverfinu.
2.
Sýnileiki Fjarðabyggðar, áhugaverðra staða og ferðaþjónustuaðila á internetinu
Lagt fram minnisblað varðandi sýnileika Fjarðabyggðar, ferðaþjónustuaðila og fyrirtækja á internetinu. Vinna við stefnumótun í ferðaþjónustu er fyrirhuguð á næstu mánuðum og verður minnisblaðið haft til hliðsjónar við þá vinnu.
3.
Útsýnispallur við Norðfjarðarvita
Bréf Páls Björgvins Guðmundssonar frá 28.ágúst, er varðar byggingu útsýnispalls við Norðfjarðarvita. Menningar- og nýsköpunarnefnd fagnar áhugaverðu erindi og bíður spennt eftir framhaldi þess.
4.
Málefni Tónlistarmiðstöðvar Austurlands 2018
Þórhallur Árnasonar hefur verið skipaður fulltrúi sóknarnefndar Eskifjarðarkirkju og Hildur Þórðardóttir fulltrúi Austurbrúar, í stjórn Tónlistarmiðstöðvar Austurlands.
5.
Starfs- og fjárhagsáætlun menningar- og nýsköpunarnefndar 2019
Lögð fram gögn vegna vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2019. Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða málaflokks menningarmála verði um 225 milljónir. Lagt fram bréf fjármálastjóra þar sem kemur fram að launaáætlun skal skila fyrir 28. september og starfs-og fjárhagsáætlun einstakra málaflokka skal skila eigi síðar en 15. október. Gert er gert ráð fyrir fundi formanns nefndar og sviðsstjóra með bæjarráði 1. og 5.október. Tekið fyrir á næsta fundi.