Skipulags- og framkvæmdanefnd
46. fundur
19. nóvember 2025
kl.
16:15
-
18:00
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir
formaður
Kristinn Þór Jónasson
varaformaður
Elís Pétur Elísson
aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir
aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason
embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck
Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð_2025
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar góða yfirferð á breytingum á samþykkt er varða meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð og samþykkir fyrir sitt leyti.
2.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis norðan þjóðvegar, Grímseyri 2 Fáskrúðsfirði
Óveruleg breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis norðan þjóðvegar, Grímseyri 2 Fáskrúðsfirði vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á iðnaðarhúsi. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirhugaða breytingu á deiliskipulagi. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að leggja erindið fyrir í bæjarstjórn að grenndarkynningu lokinni.
3.
Byggingarleyfi Grímseyri 2
Umsókn um byggingarleyfi Grímseyri 2. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir með fyrirvara um samþykkta óverulega breytingu á deiliskipulagi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
4.
Hjólabraut á Norðfirði
Framlagt bréf v. hjólabrautar á Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur sviðstjóra að ræða við bréfritara og leggja málið fyrir nefnd að nýju.
5.
Umsókn um stækkun lóðar að Egilsbraut 8
Lögð fram beiðni um stækkun lóðar frá Húsfélaginu að Egilsbraut 8. Skipulags- og framkvæmdanefnd synjar beiðni um stækkun lóðar að Egilsbraut 8. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er umrætt svæði skilgreint sem almenn bílastæði fyrir miðbæinn á Norðfirði og eru ætluð til sameiginlegrar notkunar fyrir íbúa, gesti og starfssemi á svæðinu.
6.
Framkvæmdaleyfi- Hjallaleira 21,730
Framkvæmdaleyfi- Hjallaleira 21,730. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
7.
Styrkir til nýtingar og leitar á jarðhita - Jarðhiti jafnar leikinn -
Lagt fram til kynningar samningur við Loftslags- og orkusjóð vegna styrk til jarðhitaleitar til staðfestingar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
8.
Byggingarleyfi Strandgata 39, 735 Eskifirði
Byggingarleyfi Strandgata 39, 735 Eskifirði. Breyting á núverandi húsnæði (skrifstofurými) í 7 íbúðir. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar byggingarframkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
9.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar, Norðfirði
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjubólseyrar, Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi og vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórna. Breytingin er ekki talin hafa grenndaráhrif.