Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

47. fundur
3. desember 2025 kl. 16:15 - 18:30
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Elís Pétur Elísson aðalmaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Byggingarleyfi Grímseyri 9 viðbygging, 750 Fáskrúðsfjörður
Málsnúmer 2511216
Byggingarleyfi Grímseyri 9 viðbygging, 750 Fáskrúðsfjörður. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
2.
Byggingarleyfi Miðstræti 26 breytingar inni, Norðfjörður 740
Málsnúmer 2511195
Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingar inni við Miðstræti 26 Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
3.
Stækkun iðnaðarsvæðis og athafnasvæðis við Hjallaleiru
Málsnúmer 2507013
Stækkun iðnaðarsvæðis og athafnasvæðis við Hjallaleiru. Umsagnir um lýsingu vegna skipulagsbreytinga. Skipulags- og framkvæmdanefnd tók fyrir umsagnir sem bárust þegar kynnt var lýsing fyrir breytingu á aðal- og deiliskipulagi vegna iðnaðar- og athafnasvæðis á Hjallaleiru (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1068). Af umsögnum er ljóst að kanna þarf betur áhrif stækkunar á lóðum til austurs. Samþykkt að halda áfram með aðrar breytingar á skipulagi svæðisins en láta stækkun lóða til austurs næst fjörunni bíða. Skipulagsfulltrúa falið að uppfæra tillöguna í samræmi við þessa niðurstöðu og leggja fyrir bæjarstjórn.
4.
Breyting á aðalskipulagi v. Búðareyri 12, 730 Reyðarfjörður
Málsnúmer 2509106
Kynningu lýsingar og tillögu á vinnslustigi um breytingu á aðalskipulagi vegna Búðareyrar 12 er lokið án þess að fram kæmu efnislegar athugasemdir. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. grein skipulagslaga og vísar henni til bæjarstjórnar.
5.
Breyting á aðalskipulagi Sævarendi 2
Málsnúmer 2507014
Teknar fyrir tillögur á vinnslustigi um breytingu á aðalskipulagi vegna stækkunar á iðnaðarlóð við Sævarenda á Stöðvarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að tillagan sé kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til bæjarstjórnar.
6.
Aðalskipulag breyting tjaldsvæði Eskifirði
Málsnúmer 2401199
Auglýsing á kynningu á vinnslustigi lokið vegna aðalskipulagsbreytingar Tjaldsvæði og íbúðarbyggð á Eskifirði. Engar efnislegar breytingar hafa orðið á tillögunni frá þeirri útgáfu sem kynnt var á vinnslustigi.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir kynningu á vinnslustigi og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingu á aðalskipulagi og vísar erindinu í bæjarstjórn.
7.
Umsókn um lóð Garðaholt 5, 750 Fáskrúðsfjörður
Málsnúmer 2511197
Umsókn um lóð Garðaholt 5, 750 Fáskrúðsfjörður. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir lóðarúthlutunina og vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráð.
8.
Umsókn um lóð Lyngbakki 2, 740 Norðfjörður
Málsnúmer 2511198
Umsókn um lóð Lyngbakki 2, 740 Norðfjörður. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir lóðarúthlutunina og vísar erindinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráð.
9.
Framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðara á Reyðarfirði
Málsnúmer 2511173
Míla óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara í neðangreind staðföng á Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
10.
Vega- og brúarframkvæmdir í botni Reyðarfjarðar
Málsnúmer 2509171
Vega- og brúarframkvæmdir í botni Reyðarfjarðar. Minnisblað stjórnenda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar lagt fram. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að senda inn framlagaða umsögn.
11.
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2026
Málsnúmer 2509091
Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2026. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar henni til bæjarstjórnar.
12.
Staða á deiliskipulögðum íbúðarhúsalóðum í Fjarðabyggð 2025
Málsnúmer 2511153
Minnisblað Skipulagfulltrúa lagt fram til kynningar og farið yfir stöðu deiliskipulagðra íbúðarlóða í Fjarðabyggð og helstu skipulagsmál í hverjum byggðarkjarna. Kynnt verður yfirlit yfir framboð lóðar, stöðu innviða og þau skipulagsverkefni sem eru í vinnslu eða fram undan. Markmiðið er að gefa skýra mynd af stöðu byggingarlands og leggja grunn að ákvörðunum um næstu skref í skipulagsvinnu. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
13.
Markvissari árangur á sviði umhverfis- og loftslagsmála
Málsnúmer 2511156
Lögð fram Aðgerð 7 - kortlagning - samantekt ásamt minnisblaði stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfismála. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna og felur stjórnenda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar að senda Innviðaráðuneytinu minnisblaðið.
14.
Umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 2511174
Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám sem skilgreindur er sem varaafl. Settur upp fyrir vinnu í spennistöð 63 Stekkjarbrekku Reyðarfirði. Leysir af spennistöðina meðan unnið er í henni. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir umsóknina með þeim fyrirvara að gámurinn hindri ekki för gangandi vegfarenda og felur skipulagsfulltrúa að gefa út stöðuleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
15.
Fundargerðir Úrgangsráðs Austurlands
Málsnúmer 2511218
Fyrstu tvær fundargerðir lagðar fram til kynningar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
16.
Breyting á deiliskipulagi Sævarendi 2
Málsnúmer 2512025
Teknar fyrir tillögur á vinnslustigi um breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar á iðnaðarlóð við Sævarenda á Stöðvarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að tillagan sé kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Málinu er vísað til bæjarstjórnar.
17.
Gamli barnaskólinn á Eskifirði
Málsnúmer 2212120
Lagðar fram tillögur að frágangi lóðar við Gamla Barnaskólann á Eskifirði.
Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða tillögu um notkun steyptra kubba með munstri til að hlaða vegg við gamla barnaskólann. Nefndin felur sviðstjóra að vinna að málinu áfram í samráði við hagaðaila og leggja fyrir nefndina að nýju.