Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdanefnd

49. fundur
14. janúar 2026 kl. 16:15 - 17:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður
Kristinn Þór Jónasson varaformaður
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður
Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður
Svanur Freyr Árnason embættismaður
Fundargerð ritaði:
Aron Leví Beck Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar
Dagskrá
1.
Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Reyðarfjarðar Búðareyri 12
Málsnúmer 2601071
Fjarðabyggð auglýsir tillögu um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar á Reyðarfirði sem felur það í sér að lóðin Búðareyri 12 verður notuð fyrir íbúðarbyggð í stað verslunar og þjónustu. Byggingarmagn er jafnframt minnkað verulega. Fyrirhugað er að koma fyrir þremur fjölbýlishúsum á lóðinni. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir tillögu um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar á Reyðarfirði. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem þegar er í ferli. Málinu er vísað til bæjarstjórnar.
2.
Breyting á aðalskipulagi Sævarendi 2
Málsnúmer 2507014
Tillaga að auglýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi stækkunar iðnaðarsvæðis við Sævarenda 2, Stöðvarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna og vísar erindinu í bæjarstjórn.
3.
Breyting á deiliskipulagi Sævarendi 2
Málsnúmer 2512025
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Stöðvarfirði. Um er að ræða skilgreiningu iðnaðarlóðar við Sævarenda með auknu rými fyrir hafntengda starfsemi. Jafnframt myndast ný tenging lóðarinnar við hafnarsvæðið. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Stöðvarfirði og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að breytingu. Um er að ræða skilgreiningu iðnaðarlóðar við Sævarenda með auknu rými fyrir hafntengda starfsemi. Málinu er vísað til bæjarstjórnar.
4.
Byggingarleyfi Búðarmelur 31
Málsnúmer 2601032
Umsókn um Byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Búðarmel 31, 730, Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd hafnar umsókn um byggingarleyfi á þeim grundvelli að áformin eru ekki í samræmi við lóðarumsókn er varðar stærð húss. Jafnframt er gert ráð fyrir einni og hálfri hæð á viðkomandi lóð.
5.
Strandgata 39, 735 Eskifirði breytt notkun
Málsnúmer 2601008
Beiðni Búðinga ehf. að breyta notkun Strangötu 39, 735 Eskifirði í starfsmannahús til eins árs. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar málinu og felur stjórnanda byggingar- skipulags- og umhverfisdeildar að skoða málið í samræmi við umræður á fundinum.
6.
Skammtíma lóðarleigusamningur um Hjallaleiru 8 og 10
Málsnúmer 2601037
Framlögð drög að lóðaleigusamningi við UHA umhverfisþjónustu vegna tímabundinnar geymslu á gámum. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir lóðarleigusamninginn.
7.
Framkvæmdaleyfi ljósleiðari Eskifirði
Málsnúmer 2512191
Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað.
8.
Fundaáætlun 2026
Málsnúmer 2601078
Fundaáætlun 2026. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fundaáætlun.