Stjórn menningarstofu
29. fundur
15. janúar 2026
kl.
14:00
-
15:45
í Molanum fundarherbergi 5
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm
varaformaður
Arndís Bára Pétursdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Jónsson
embættismaður
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Gunnar Jónsson
bæjarritari
Dagskrá
1.
Uppbygging fyrsta áfanga Íslenska stríðsárasafnsins
Farið yfir framgang við I. áfanga í nýju stríðsárasafni. Sviðsstjóri fór yfir gerð verðkönnunar sem á að vera tilbúin í næstu viku.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2026
Framlögð tillaga forstöðumanns að ráðstöfun verkefnapotta menningarstofu og tónlistarsamnings.
Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu og felur forstöðumanni útfærslu verkefna á forsendum áætlunarinnar eftir því sem verkefnum vindur fram.
Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu og felur forstöðumanni útfærslu verkefna á forsendum áætlunarinnar eftir því sem verkefnum vindur fram.
3.
Gjaldskrá safna 2027
Tekin til umfjöllunar gjaldskrá fyrir árið 2027 en ferðaheildsalar eru að kalla eftir upplýsingum um hana.
Stjórn samþykkir að gjaldskrá fyrir söfn verði óbreytt á árinu 2027 en gerðar voru umtalsverðar breytingar á gjaldskrá milli áranna 2025 og 2026 og hún tók mið af viðlíka söfnum.
Stjórn samþykkir að gjaldskrá fyrir söfn verði óbreytt á árinu 2027 en gerðar voru umtalsverðar breytingar á gjaldskrá milli áranna 2025 og 2026 og hún tók mið af viðlíka söfnum.
4.
Úthlutun menningarstyrkja 2026
Fjallað um reglur um úthlutun menningarstyrkja og fyrirkomulag þeirra en styrkveitingar tvöfaldast á milli ára.
Stjórn felur forstöðumanni að leggja fyrir næsta fund stjórnar tillögur að uppfærðum reglum um menningarstyrki í samræmi við umræður á fundinum.
Stjórn felur forstöðumanni að leggja fyrir næsta fund stjórnar tillögur að uppfærðum reglum um menningarstyrki í samræmi við umræður á fundinum.
5.
Reglulegur stuðningur við Sinfóníuhljómsveit Austurlands
Fjallað um málefni Sinfóníuhljómsveitar Austurlands, samstarf og fjármögnun til verkefna hennar.
Stjórn felur forstöðumanni að útfæra ramma að samkomulagi um árlegt framlag til þriggja ára til eflingar starfs Sinfóníuhljómsveitar Austurlands.
Stjórn felur forstöðumanni að útfæra ramma að samkomulagi um árlegt framlag til þriggja ára til eflingar starfs Sinfóníuhljómsveitar Austurlands.
6.
Minnismerki um Naddoð
Framlagt erindi frá Sögufélagi Austurlands um gerð og uppsetningu á minnismerki um landafundamanninn Naddoð sem sagður er hafa komið fyrstur landnámsmanna til Austurlands.
Formanni stjórnar og bæjarritara falið að ræða við forsvarsmenn sögufélagsins.
Formanni stjórnar og bæjarritara falið að ræða við forsvarsmenn sögufélagsins.
7.
Reglur um listamann Fjarðabyggðar og listaverk
Fjallað um hugmyndir að tilnefningu listamanns Fjarðabyggðar og tengja kaup á listaverkum við tilnefningu.
Stjórn felur forstöðumanni að hefja vinnu við uppfærslu á reglum um listaverk og listamann Fjarðabyggðar og leggja fyrir stjórn til frekari umræðu.
Stjórn felur forstöðumanni að hefja vinnu við uppfærslu á reglum um listaverk og listamann Fjarðabyggðar og leggja fyrir stjórn til frekari umræðu.