Birgir er 32 ára sagnfræðingur að mennt auk þess sem hann hefur lokið námi til kennsluréttinda og 80 einingum til meistaragráðu í stjórnun menntastofnana.
Birgir var ráðinn til Fjarðabyggðar um síðustu áramót sem upplýsingafulltrúi en starfaði á árunum 2014 til 2016 sem sviðsstjóri félags- og hugvísindasviðs Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.