Fara í efni
17.05.2016 Fréttir

Dansað við fjöllin

Deildu

Einnig fluttu nemendur við tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar tónlistaratriði og Viðar Jónsson rakti í megindráttum tilurð Norðurljósahússins, sem verið hefur í undirbúningi frá því í október 2013.

Þá óskaði Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, frumkvöðlum norðurljósahússins til hamingju með glæsilegt framtak og afhenti fyrir hönd sveitarfélagsins styrk að upphæð kr. 200.000.

Norðurljósahúsið er í Wathneshúsinu, sem stendur austanmegin við Franska spítalann. Húsið var reist af norska athafnamanninum Otto Wathne, sem var stórtækur í atvinnulífi Austfjarða á árunum 1880 til 1890. Wathneshús er nú í eigu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði sem gert hefur húsið fallega upp.

Mikið fjölmenni var viðstatt opnunina. Ljósmyndir á sýningunni eru teknar á Fáskrúðsfirði af Jónínu G. Óskarsdóttur og Jóhönnu Kristínu Hauksdóttur og gera myndirnar því stórfenglega sjónarspili sem norðurljós standa fyrir vegleg skil.

Jónína og Jóhanna hafa tekið ljósmyndir af norðurljósum á Fáskrúðsfirði undanfarin ár og hafa 26 myndir úr safni þeirra verið valdar úr á sýninguna. Sumar af myndum þeirra hafa náð alþjóðlegri frægð og ratað m.a. á vef NASA, bandarísku geimferðastofnunarinnar.

Ljósmyndasýningin "Dansað við fjöllin" verður opin alla daga til 30. september kl. 12:00 til 21:00.