Fara í efni
29.12.2015 Fréttir

Frá Almannavarnanefnd fjarða

Deildu

Fyrirtæki og íbúar eru hvattir til að huga að og festa niður gáma, bretti, fiskkör, sorpílát, trampolín, skjólveggi og allt annað lauslegt á lóðum. Jafnframt að hreinsa frá og fylgjast með niðurföllum.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Fjarðabyggðar, fjardabyggd.is sem og fjölmiðlum.
Fólki er bent á að fylgjast með veðurspám og vakin er athygli á að textaspár eru nákvæmari en myndrit.

Þá er fólk hvatt til að halda sig heima við og vera ekki á ferðinni í nótt og fyrramálið.

Allar beiðnir um aðstoð skulu berast til Neyðarlínu 112.