Fara í efni
25.11.2015 Fréttir

Grænfáninn dreginn að hún

Deildu

Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem Landvernd er aðili að og er markmið þess að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisvitund í skólum. Þeir skólar sem vinna að því að fá Grænfánann kallast Skólar á grænni grein og þurfa þeir að stíga sjö umhverfisskref áður en þeim hlotnast Grænfáninn.

Fáninn er veittur til tveggja ára í senn og til að halda honum þarf að vinna samfellt og markvisst starf í umhverfismálum. Grunnskóli Reyðarfjarðar tók á móti Grænfánanum í fyrsta skipti 28. maí 2009. Þá fékk Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar grænfánann afhentan árið 2012.