Fara í efni
07.05.2015 Fréttir

Málþing um þjónustumiðstöð Norðurslóða

Deildu

Hvað stendur þjónustumiðstöð Norðurslóða fyrir? Hvað geta grannþjóðir okkar í Noregi og Kanada kennt okkur og hvaða áhrif hefur sókn á norðurslóðum á vistkerfi lífríkisins? Hvað er í húfi í efnhagslegu og samfélagslegu tilliti á Austurlandi?

Á málþinginu 2. júní nk. verður fjallað um þessi og önnur áleitin málefni sem tengjast Þjónustumiðstöð Norðurslóða - The Arctic Service Hub.

Að málþinginu koma sérfræðingar og aðrir málsmetandi aðilar. Auk þess að rýna samfélagslega og efnahagslega hlið mála, verður fjallað um stöðu olíuleitar á Drekasvæðinu og stefnumótun vegna norðurslóða.

Auk málþingsins sem fram fer í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði, gefst þátttekendum kostur á að skrá sig í kynnisferðir um Egilsstaðarflugvöll og Fjarðabyggðarhafnir. Rútuferðir frá og Egilsstaðarflugvallar eru gestum að kostnaðarlausu.

Sjá kynningu