Fara í efni
01.11.2016 Fréttir

Minjavernd heiðruð fyrir framúrskarandi framlag til samfélagsins

Deildu

Afhending fór fram á l´Abri, veitingastaðnum á jarðhæð Franska spítalans, en auk þess sem Minjavernd var heiðruð fyrir framúrskarandi framlag til samfélagsins, hlaut Þorsteinn einnig viðurkenningu fyrir framlag sitt, en hann stýrði verklegum framkvæmdum á stað í þau þrjú ár, sem endurgerð húsanna stóð yfir.

Viðurkenningunni fylgdi skjöldur Fjarðabyggðar úr gleri eftir eskfirsku glerlistakonuna Katrínu Guðmundsdóttir. Þá var Þresti og Þorsteini færð að gjöf nýútkomin bók Smára Geirssonar Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915.

Minjavernd er hlutafélag í eigu ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og sjálfseignarstofnunarinnar Minja. Markmið starfseminnar er að stuðla að varðveislu mannvirkja og mannvistarleifa hvarvetna á Íslandi.