Fara í efni
18.03.2016 Fréttir

Nýir starfsmenn hjá bænum

Deildu

Nýr umhverfisstjóri er Anna Berg Samúelsdóttir en Anna er 43 ára landfræðingur.

Helstu verkefni hennar verða vinna við stefnumótun í umhverfismálum sveitarfélagsins og framkvæmd hennar, fagleg forysta í umhverfismálum, náttúruvernd og ásýnd umhverfis í sveitarfélaginu, framkvæmdaeftirlit, efnistökumál, áætlanir og frágangur efnistökusvæða.

Nýr Forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðva er Sigurður Jóhannes Jónsson. Sigurður er 47 ára.

Helstu verkefni hans verða þróun á samþættingu og starfsemi þjónustumiðstöðva, hafna og veitna sveitarfélagsins, mótun og gerð þjónustustefnu og gæðastaðla fyrir framkvæmda- og þjónustumiðstöð, utanumhald um þjónustumiðstöðvar og yfirstjórn þeirra, mönnun á höfnum og yfirumsjón með garðyrkjustörfum, slætti, snjómokstri, vinnuskóla og léttari umhverfis- og viðhaldsverkefni. Sigurður mun einnig vinna að samræmingu starfsmanna og tækja þjónustumiðstöðva, veitna, hafna og garðyrkjustarfsmanna og sér um að tengja starfsemina við þær framkvæmdir og viðhaldsmál sem eru í gangi í sveitarfélaginu.

Anna og Sigurður eru boðin velkomin til starfa.