Fara í efni
20.11.2015 Fréttir

Reyðarfjarðarhöfn bjargar málum

Deildu

Það er ekki oft sem sjá má tvö stór skip athafna sig í Reyðarfjarðarhöfn í einu. Eitt af skipum Samskipa, sem siglir öllu jöfnu á Mjóeyrarhöfn, þurfi að losa og lesta gámum á Reyðarfirði, vegna þessarar óvenjulegu umferðar í Mjóeyrarhöfn.

Fyrir var í Reyðarfjarðarhöfn frystiskip að taka tæp 2.000 tonn af frystivöru og gaf því að líta þessi tvö flottu skip á Reyðarfirði í dag.