Fara í efni
22.05.2017

Starfsmenn í búsetu fatlaðra á Reyðarfirði taka þátt í vorhreinsun

Deildu

Kristín Ella, forstöðumaður, og Kristín Anna, starfsmaður búsetuþjónustunnar lögðu sitt af mörkum og gerðu reyðfirskt umhverfi snyrtilegra. Eins og sjá má á myndinni með fréttinni gekk verkið vel.

Síðasti dagur þjónustunnar sem vorhreinsunin felur í sér er í dag. Íbúar eru hvattir til að halda áfram að taka til hendinni og gera umhverfið snyrtilegra fyrir sumarið. Minnum á bæklinginn Vor í Fjarðabyggð þar sem allt kemur fram um þjónustuna sem í boði er.

Tökum höndum saman!