Stuðningnum er ætlað að auðvelda sveitarfélögunum að mæta því tjóni sem varð og tryggingar ná ekki yfir og skiptist þannig að Fjarðabyggð hlýtur 43 m.kr., Breiðdalshreppur tæpar 14 m.kr., Borgarfjörður eystri 1,5 m.kr. og Djúpavogshreppur tæpar 2 m.kr.
Tjón í Fjarðbyggð á veitukerfum, hafnarmannvirkjum, vegum, lóðum og öðrum innviðum var umtalsvert. Einnig varð tilfinnanlegt tjón á ýmsum menningarverðmætum, s.s. á Eskifirði, en þar sá stórlega á m.a. Randúlffsbryggju og Friðþjófsbryggju. Í sumum tilvikum var eyðilegging algjör s.s. á Sæbergsbryggju.