Íbúar á þessu svæði eru einnig beðnir um að hafa varann á sér með ljós í gluggum sem snúa út að Molanum, hafa þau slökkt eða draga fyrir sé þess kostur.
Þá verður götum lokað tímabundið á nokkrum stöðum í bæjarkjarnanum á meðan tökum stendur.
Í tilkynningu frá Pegasus sem dreift verður til íbúa á Reyðarfirði kemur fram að starfslið og leikarar biðjst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessar ráðstafanir kunni að hafa í för með sér. Einnig er þakklæti komið á framfæri fyrir skilning fólks og þolinmæði.
Undirbúningur fyrir tökur hefur gengið að óskum og hefur Reyðarfjörður óðum verið að taka á sig mynd norska bæjarins Fortitude. Eins og glöggir hafa eflaust tekið eftir hefur liður í þeim undirbúningi verið að taka nður merkingar af byggingum og koma nýjum fyrir þar sem það á við.
Þessi fyrri tökulota sem hefst næstkomandi þriðjudag stendur út febrúarmánuð.