Umfangsmestu hátíðarhöldin fara fram á Eskifirði í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði og standa yfir nokkra daga samfleytt. Skipulagðri dagskrá lýkur svo á sjómannadeginum með glæsibrag. Hér má sjá reipitog á milli áhafna í Sundlaug Norðfjarðar í dag, en einnig var keppt í sjóstakkasundi og aldraðir sjómenn heiðraðir, svo að fátt eitt sé nefnt. Hraustlega var tekist á eins og sjá má.
Sjá má fleiri svipmyndir frá deginum á Facebook-síðu Fjarðabyggðar.