Fara í efni
Tilkynningar

Dreifing á tvískiptri tunnu - Fáskrúsfjörður

Deildu

Á morgun mánudag 15. desember, fer fram dreifing á tvískiptum ruslatunnum á Fáskrúðsfirði.  Eins og auglýst hefur verið þá mun tvískipt tunna, fyrir lífrænan- og blandaðan úrgang, koma í staðinn fyrir brúnu tunnuna. Einnig verða allar tunnur hjá heimilum merktar og er það merkingin sem gildir en ekki liturinn á tunnunni.

Það skal tekið fram að einhver ruslatunnuskýli passa ekki fyrir þrjár 240L tunnur. Því munu þau heimili halda brúnu tunnunni fyrir plast og vera með eina 240L tunnu undir pappír/pappa og svo tvískiptu tunnuna fyrir lífrænan- og blandaðan úrgang.

Skiptin á tunnunum geta tekið tvo daga og biðjum við því íbúa um að henda ekki lífrænum úrgangi í brúnu tunnuna á meðan á skiptunum stendur.