Gul veðurviðvörun tekur gildi í kvöld og fram yfir miðnætti á þriðjudag. Spáð er norðan fimmtán til tuttugu og þremur metrum á sekúndu með snörpum hviðum. Él eða snjókoma sem getur leitt til varasamra akstursaðstæðna, jafnvel ófærðar.
Ferðalangar hvattir til að fylgjast vel með veðurspá og færð, ekki síst á fjallvegum í umdæminu.
