Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs frá klukkan 06:00 á morgun, föstudaginn 31. október. Talsverð eða mikil rigning og ört hækkandi hitastig. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám.
Gul viðvörun vegna veðurs
