Fara í efni
Tilkynningar

Gul viðvörun vegna veðurs

Deildu

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs frá klukkan 06:00 á morgun, föstudaginn 31. október. Talsverð eða mikil rigning og ört hækkandi hitastig. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám.