Fara í efni
Tilkynningar

Húsnúmer – mikilvægar merkingar

Deildu

Byggingarfulltrúi Fjarðabyggðar og Slökkvilið Fjarðabyggðar hvetja húseigendur til að huga að því að húsnúmer á húsum séu skýr og vel sýnileg.

Rétt og greinileg merking húsa er afar mikilvæg fyrir öryggi íbúa, þar sem hún getur skipt sköpum fyrir slökkvilið og sjúkraflutninga þegar hver einasta mínúta skiptir máli.

Við minnum því á að yfirfara merkingar við heimili og tryggja að þær séu bæði læsilegar og vel lýstar – allan sólarhringinn.