Frumniðurstöður fyrir sýni sem Heilbrigðiseftirlit Austurlands tók á Stöðvarfirði miðvikudaginn 1. október síðastliðin benda til þess að mengun hafi borist í vatnsbólið í kjölfar mikils vatnsveðurs undanfarna daga. Þeim tilmælum er því beint til íbúa að sjóða neysluvatn fyrir neyslu skv. meðfylgjandi leiðbeiningum. Óhætt er að nota vatnið til annarra þarfa s.s. til baða þar sem fjöldi gerlanna var innan þeirra marka, sem miðað er við að megi vera í baðvatni í náttúrunni. Áfram verður fylgst með stöðunni á Stöðvarfirði og íbúar verða upplýstir um þróun mála eftir því sem fram vindur.
Íbúar Stöðvarfjarðar ráðlagt að sjóða vatn
