Fara í efni
Tilkynningar

Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð

Deildu

Rauði krossinn, fjölskyldusvið Fjarðabyggðar, Mæðrastyrksnefnd Kvenfélagsins Nönnu, kaþólska kirkjan, Kvenfélag Reyðarfjarðar og Þjóðkirkjan hafa í mörg í ár átt samstarf um að styðja fjárhagslega við einstaklinga og fjölskyldur sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin. Aðstoð sjóðsins felst í úttektarkorti í matvöruverslun á svæðinu. 

Hægt er að sækja um úthlutun úr sjóðnum rafrænt í gegnum íbúagátt Fjarðabyggðar á fjardabyggd.is.

Opið er fyrir umsóknir frá 10. - 28. nóvember.