Niðurstöður útboðs Fjarðabyggðar í úrgangsþjónustu
Tilboð í úrgangsþjónustu Fjarðabyggðar 2026-2029 voru opnuð rafrænt föstudaginn 19. september kl 11:00 að viðstöddum fulltrúum Fjarðabyggðar og Eflu verkfræðistofu. Tilboð voru opnuð rafrænt á Ajour útboðsvef EFLU. Eftirfarandi aðila buðu í þjónustuna:
- Íslenska Gámafélagið ehf.
- Kubbur ehf.
- Terra Umhverfisþjónusta hf.
- UHA Umhverfisþjónusta ehf.
- Umhverfisþjónusta Austurlands ehf.
Við yfirferð tilboða og fylgigagna í verkið Úrgangsþjónusta í Fjarðabyggð 2026-2029 samþykkti bæjarráð að ganga að tilboði Kubbs ehf., að fjárhæð 1.197.677.757 kr., en Kubbur ehf. er lægst bjóðandi.