Fara í efni
Tilkynningar

Staða sorphirðu og móttökustöðva – uppfærsla föstudaginn 9. janúar

Deildu

Unnið er að breytingum og útskiptum í úrgangsmálum. Af þeim sökum geta orðið tilfærslur á sorphirðu og opnun móttökustöðva næstu daga. Hér að neðan er staða mála eftir svæðum.

Sorphirða

Stöðvarfjörður og Breiðdalur

  • Plast og pappi: Stefnt er að því að losun klárist í dag (fös. 9. janúar).
  • Lífrænt og almennt: Losun hófst í gær (fim. 8. janúar) og klárast í dag (fös. 9. janúar), þar með talið í dreifbýli.

Fáskrúðsfjörður

  • Plast og pappi: Losun er hafin í dag (fös. 9. janúar) og áætlað að henni ljúki á morgun (lau. 10. janúar).
  • Lífrænt og almennt: Áætlað að losa mánudaginn 12. janúar.

Neskaupstaður og Reyðarfjörður

  • Frekari upplýsingar koma eftir helgi.

Móttökustöðvar

Neskaupstaður

  • Mánudagur 12. janúar: Opið skv. hefðbundinni opnun kl. 16:00–18:00
  • Miðvikudagur 14. janúar: Lokað

Eskifjörður

  • Mánudagur 12. janúar: Lokað

Reyðarfjörður

  • Mánudagur 12. janúar: Opið kl. 13:00–17:00
  • Þriðjudagur 13. janúar: Opið skv. hefðbundinni opnun kl. 16:00–18:00

Fáskrúðsfjörður

  • Föstudagur 9. janúar: Opið kl. 14:00–17:00
  • Laugardagur 10. janúar: Opið kl. 14:00–17:00

Ef frekari röskun verður á sorphirðu eða opnun móttökustöðva verður það auglýst sérstaklega.

Merkingar á tunnulokum

  • Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður: Lokið
  • Fáskrúðsfjörður: Lokið
  • Reyðarfjörður: Vonir standa til að ljúka í næstu viku
  • Eskifjörður og Neskaupstaður: Haldið áfram með merkingar í framhaldi af Reyðarfirði

Minnum íbúa á að þar sem merkingar eru ekki komnar á tunnur er hægt að:

  • nota gráa tunnu fyrir plast
  • nota græna tunnu fyrir pappa/pappír

Beðist er velvirðingar á þeim röskunum sem verið hafa og þökkum biðlundina.

Hafa samband

Fyrir frekari fyrirspurnir eða ábendingar er hægt að hafa samband við skrifstofu Fjarðabyggðar:

  • með tölvupósti: fjardabyggd@fjardabyggd.is
  • í gegnum ábendingakerfið og netspjall á heimasíðu Fjarðabyggðar
  • í síma 470 9000