Fjarðabyggð kynnir lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2020-2040 og á Deiliskipulagi Hafnarsvæðis á Stöðvarfirði, sem miða að því að stækka iðnaðarsvæði við Sævarenda. Tilefni breytinganna er þörf fyrir aukið landrými vegna þjónustu við fiskeldi og áhugi á að mynda tengingu meðfram sjónum frá höfn að Sævarenda. Við stækkun iðnaðarsvæðisins skerðist grænt svæði ofan fjörunnar nokkuð, milli Sævarenda og hafnar.
Lýsingin er aðgengileg í skipulagsgátt, málsnúmer 1497/2025 og 1499/2025 og á vef sveitarfélagsins. Allir þeir sem hagsmuna eiga að gæta eru hvattir til að kynna sér hana og koma á framfæri ábendingum um atriði sem hafa þarf í huga við mótun tillagna um skipulagsbreytingar. Frestur til að skila inn ábendingum rennur út 1. desember 2025 og þeim skal skilað inn í skipulagsgáttina (skipulagsgatt.is) eða með því að senda tölvupóst á aron.beck@fjardabyggd.is.
Kynning lýsingarinnar er í samræmi við 30. og 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
